Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 32
62
TlMARIT VFl 1960
mannvirkjagerð, heldur og í verzlun og viðskiptum alls
konar, og heimilishaldi manna. Raforkuvinnslan er í
sjálfu sér iðnaður og á sama hátt og verksmiðjur, við
búum til afurðir lítt unnar eða fullunnar. En raforku-
vinnslunni fylgir auk þess mjög náið flutningur ork-
unnar heim að dyrum hvers notanda. Notendur eru
heimili eða atvinnufyrirtæki. Notandi tekur raforkuna
í sina þjónustu við húsvegg hjá sér til hinna margvís-
legustu starfa og vinnsluaðferða, og eru notkunarhætt-
irnir ærið misjafnir. Stundum er um að ræða mikla
aflþörf um skamman tíma í senn, en stundum um mikla
orkuþörf með tiltölulega litlu afli, er starfar langtímum
saman. Nú er kostnaðarverð raforkunnar háð bæði afli
og orku, og hafa því orðið til ýmsir gjaldskrárliðir
við verðlagningu á sölu raforkunnar, sem fyrst og fremst
eru háðir þessum mismun i notkunarhætti, eða, sem við
miðum oft við, nýtingartíma aflsins. En þegar finna á
rétt söluverð raforkunnar, er það fyrir mestu að vita
deili á notkunarhætti notandans. Eigi aðeins árlegan nýt-
ingartíma, heldur og hvenær árs og dags notkun hans
fer fram. Það er keppikefli að haga verðlagningu raf-
orkunnar þannig, að með henni fáist sem réttlátust
lausn, svo að hinir stóru hópar notenda greiði eigi hlut-
fallslega mun minna en aðrir, ef það verður til tjóns fyr-
ir heildina, o. e. t. v. f járhagsafkomu rafveitunnar sjálfr-
ar. Þetta hefur ekki verið vandamál í Reykjavík fram
til þessa, því þar eru notendahóparnir margir og allir
tiltölulega smáir hver um sig. Hins vegar er þetta
orðið vandamál meðal sumra hinna smærri rafveitna úti
á landi, þar sem fá stór fyrirtæki yfirgnæfa meðal not-
endanna, en aflþörf þessara fyrirtækja er oft með mjög
lágum nýtingartíma og oft vertiðarbundin, svo að hætta
er á, að rafveitan geti ekki staðið undir skyldum sínum
fjárhagslega. Með aukinni iðn- og vélvæðingu gætir
þessa æ meira. En þegar svo er komið, að þessi undir-
stöðugrein, sem rafveitan er, á í fjárhagslegum erfið-
leikum, er hætt við að sjálfar atvinnugreinimar, sem
hana nota, komi til með að líða við það einnig, ef raf-
veitan hættir að geta fullnægt hlutverki sínu. Erlendis
hafa þessi verðlagsmál verið athuguð mjög náið, og er
það talið sjálfsagt að verja nokkru fé árlega til rann-
sókna á fjárhagsgrundvelli og fjárhagsskilyrðum sér-
hvers fyrirtækis. I þeim erlendu rannsóknum á þessu
sviði kemur í Ijós, að kostnaður raforku var um 1%
af rekstrarkostnaði flestra fyrirtækja til uppjafnaðar,
allvíða minna en þetta og stundum meira, allt upp í
4%. Er þá undanskilinn sá iðnaður, sem er svo mjög
orkufrekur, að telja má raforkuna eins konar hráefni
til vinnslunnar, svo sem málmbræðsla og því um líkt.
Sem dæmi um slíkan iðnað hér á landi má nefna raf-
greiningu vatns í Áburðarverksmiðjunni. En þegar slik-
ur iðnaður er undanskilinn, liggur raforkukostnaðurinn
hér á einum til fárra hundraðshluta alls reksturskostn-
aðar. Hliðstæðar tölur þeim, sem birtar hafa verið er-
lendis, eru ekki til hér á landi, en lausleg athugun bendir
til þess, að raforkukostnaður fari sjaldan yfir 3% hér
á landi, hvort heldur er í heimilishaldi eða atvinnurekstri
og oft lægri. Mun reynast, ef þetta atriði verður athug-
að nánar, að tölurnar hér á landi muni í þessum efn-
um eigi verða mjög frábrugðnar erlendum tölum, ef
vinnuhagræðing og afkastageta fyrirtækisins, sem raf-
orkuna notar, er sambærileg við það, sem erlendis gerist.
Má þvi fullyrða, að raforkan sé ódýrt hjálpartæki í þjóð-
lífinu, en það er ekki nóg að ætla að svo sé, það þarf
að rannsaka betur en gert hefur verið, hvert orkuverðið
þarf að vera til þess að fullnægja vaxandi orkuþörf sem
víðast í landinu, þannig að sem beztur árangur náist
til framhaldsþróunar á þessu sviði. Við höfum rekið okk-
ur á það, þegar við viljum gera athugun á notkun
rafmagnsins, eru erfiðleikar á að fá fram nægar und-
irstöðuupplýsingar um reksturshætti notandans og um
afköst hans. Það er augljóst mál, að notandi, sem hefur
óhentugar vélar, þarf að nota miklu meiri raforku en
annar, sem hefur hagkvæmari tæki til sömu afkasta.
Getur enginn búizt við að raforkuverðið til hans sé
miðað við hin óhentugu skilyrði til lengdar, þó þetta
hafi átt sér stað um stund. Hér er umbóta þörf. Hvert
fyrirtæki verður að vita skil á hverjum kostnaðarlið og
hversu mikill þáttur hann þarf að vera til þess að ná
sem beztum árangri. Erlendis verja flest fyrirtæki og
einkum hin stærri ákveðnum hluta tekna sinna, oft upp
15%, til rannsókna á eigin afköstum og á afkastaskil-
yrðum og á hagræðingu starfsemi sinnar. Hér vantar
þessar rannsóknir við fjölmörg fyrirtæki. Á þessu þarf
að verða breyting. Rannsóknastarfsemi hvers fyrirtækis,
eða sameiginlegar rannsóknir samstæðra hópa fyrirtækja,
þarf að koma á fót og efla. Rafveiturnar mundu fagna
því að hafa samstarf við slíkar rannsóknadeildir eða
stofnanir fyrirtækja um hið sameiginlega hagsmuna-
mál, verðlagningu raforkunnar við sem fullkomnasta
rafvæðingu, sem ávallt megi treysta, bæði tæknilega
og fjárhagslega, að veiti sem bezta þjónustu, er eigi
bregðist. Þetta er mál, sem hefur verið rætt oft hjá
okkur, að fá góðar upplýsingar um hverju rafmagnið
afkastar hjá fyrirtækjunum.
í sambandi við þetta vil ég að komi fram hérna til-
laga, ályktun um rannsóknastarfsemi.
„Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga, haldin í Reykjavík
22. og 23. september 1960, telur tímabært, að gerðar séu
ráðstafanir til að hafnar séu reglubundnar rannsóknir
á nýtingu (framleiðni) vinnuafls og fjármagns í íslenzku
atvinnullfi og niðurstöður slíkra rannsókna birtar reglu-
lega. Telur ráðstefnan slíkar rannsóknir nauðsynlegar
til þess að þróun íslenzks atvinnulífs samræmist sem
bezt hagsmunum þjóðarinnar".
Þá vildi ég spyrja, hvort einhverjir vildu taka til
máls í framhaldi af þessu.
Glúmur Björnsson:
Hér virðist dr. Benjamín gera 1 aðalatriðum þrjár
athugasemdir við erindi Gunnars Böðvarssonar, sem
hér var flutt í gær. I fyrsta lagi að tölur Gunnars
um aukningu þjóðartekna á tímabilinu 1947—58 séu ó-
fullnægjandi, sökum þess hve stutt tímabil þetta er. I
öðru lagi að fjárfesting 1 raforkuvirkjunum skili lítilli
aukningu þjóðartekna; að Gunnar haldi því fram. Og í
þriðja lagi virðist mér dr. Benjamín halda því fram, að
Gunnar geri of mikið úr þýðingu f járfestingar fyrir aukn-
ingu þjóðarteknanna. Ég vil taka það fram, að ég hefi
lítið sem ekkert rætt við Gunnar um erindi hans og get
ekki upplýst frekar en fram kemur í erindinu, hvernig
hann hefur fengið þær niðurstöðutölur, sem þar eru til-
greindar. Ég hef því enga sérstaka aðstöðu né umboð
Gunnars til að skýra sjónarmið hans, en vildi þó mega
vikja nokkrum orðum að athugasemdum dr. Benjamíns.
Það er þá fyrst aukning þjóðarteknanna á tímabilinu
1947—58. Ástæðan til að Gunnar velur þetta tímabil
kemur skýrt fram í erindi hans, þvi hann er aðeins að
ræða efnahagsþróunina eftir heimsstyrjöldina og gera
samanburð við efnahagsþróun Islands og annarra landa