Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 33
TlMARIT VFI 1960
63
á þessu tímabili. 1 slikum samanburði væri vitanlega
fjarstæða að taka með styrjaldarárin og fyrstu árin eftir
styrjöldina. Dr. Benjamín segir, að þetta tímabil sé of
stutt, en við því er að sjálfsögðu ekkert að gera, að
ekki eru liðin fleiri ár frá styrjaldarlokum. Þá segir
Benjamín að taka beri tillit til utanaðkomandi aðstæðna,
verzlunarkjara, aflamagns og vamarliðstekna. En dr.
Benjamín nefnir engar tölur um áhrif þessara aðstæðna
á tímabilinu 48—57, aðeins að verzlunarkjörin hafi versn-
að um 30% á tímabilinu 1946—51 og getur þess svo,
að þjóðartekjurnar hafi aukizt um 2,9% að meðaltali á
timabilinu 1940—58. Til þess að leiðrétta tölur Gunnars
þyrfti að fá tölur um breytingu verzlunarkjara á tíma-
bilinu, sem til umræðu var, 48—57, breytingar afla-
magns á sama tíma og sömuleiðis áhrif varnarliðstekna,
sem mér skilst að hafi verið i hag, eða í þá átt að lækka
frekar fjárfestingarstuðulinn, þar sem að þarna sköp-
uðust tekjur án nokkurrar fjárfestingar af okkar hálfu.
Ég dreg það ekki í efa, að það þarf að gera þessar leið-
réttingar, en vil sem sagt undirstrika, að mér virðist
ekki sýnt fram á í erindi dr. Benjamíns, hvað kann að
vera rangt i tölum Gunnars.
Þá eru það raforkuframkvæmdirnar. 1 erindi dr. Benja-
mins segir: ,,Af þvi, sem ég hefi sagt hér að framan
um arðsemi virkjananna, þá er augljóst, að þegar fara
á að draga meiri háttar ályktanir um hagkvæma notk-
un fjármagnsins, þá er nauðsynlegt að skyggnast á bak
við þau atriði, sem eru á yfirborðinu". Mér virðist þessu
vera beint til Gunnars, en ég hefi oft rætt við Gunnar
um raforkuframkvæmdir og að vísu er það svo langt
mál að skyggnast á bak við það, sem er á yfirborðinu,
að ég ætla mér ekki að rekja það ítarlega. Þó vildi ég
geta þess, að í þeim iðnaðarlöndum öðrum, sem Gunnar
tók til samanburðar, fer 80% af raforkuvinnslu til iðn-
aðar, 20% til heimilisnota. Hér á íslandi hefur, eins og
rafmagnsstjóri skýrði frá, heimilisnotkunin verið und-
irstaða raforkuvinnslunnar og er svo enn. Árið 1958
fóru 42% raforkunotkunar til heimilisnotkunar og hús-
hitunar, til almenns iðnaðar 18%, til Áburðarverksmiðj-
unnar 31%, götulýsingar, verzlana o. s. frv. 9%. Gunnar
Böðvarsson taldi Norsk Hydro annars flokks fyrirtæki,
miðað við fjárfestingarstuðul, og ég ætla að leyfa mér
að halda því fram, án þess að rökstyðja það nánar, að
Áburðarverksmiðjan sé þá þriðja flokks fyrirtæki. Eftir
stendur þá, að aðeins 20% af raforkuvinnslu hér á landi
er þáttur í atvinnurekstri með sæmilega iágum fjár-
festingarstuðli, öfugt við það, sem er í öðrum löndum.
Þá segir í erindi dr. Benjamins: „Það ætti því að liggja
i augum uppi, að þegar þjóðartekjur breytast, þá er
fráleitt að segja að öll breytingin stafi af aukinni fjár-
festingu einni saman og draga síðan af því víðtækar
ályktanir".
Það liggur nærri að ætla, að þetta sé meint til dr.
Gunnars Böðvarssonar. Ég vil því benda á, að Gunnar
heldur því hvergi fram i erindi sínu, að öll aukning
þjóðartekna stafi af fjárfestingu einni saman. Hann er
þvert á móti að vara við oftrú á fjárfestingu, t. d. í
rafefnaiðnaði eins og Norsk Hydro, og lýkur erindi sínu
með því að segja að stefna beri að meiri hagræðingu
og gernýtingu í sjávarútvegi og innlendum iðnaði; að
kunnátta og þekking verði æ meir undirstaða allrar
efnahagslegrar framvindu, og nefnir Dani og Hollend-
inga til fyrirmyndar í þvi efni.
Hins vegar þykist ég vita, að Gunnar Böðvarsson
mundi taka undir það, sem Sveinn Björnsson segir í
iok síns erindis: „Ákvarðanir, sem ráðið hafa fjárfest-
ingu til sumra framkvæmda, hljóta að hafa verið byggð-
ar á algjörri vanþekkingu á væntanlegum áhrifum fjár-
festingarinnar á þjóðarframleiðsluna, nema önnur sjón-
armið hafi ráðið“. Þetta hefur einmitt verið mikið á-
hyggjuefni Gunnars, að honum hefur þótt fjárfestingu
illa varið hér á landi, og þegar móðurmálið þrýtur, þá
kallar hann stundum þetta efnahagskerfi okkar „excite-
ment economy", þ. e. meira af æsingu en viti, sem menn
verji fé til framkvæmda hér á landi.
Steingrímur Jónsson:
Ég þakka Glúmi Björnssyni fyrir. Eru fleiri, sem
vilja taka til máls í sambandi við þessi hagræðinga-
og vélvæðingamál ? Dr. Benjamín.
l$enjamín Eiríksson:
Herra formaður! Glúmur Björnsson, hagfræðingur,
gerði nokkrar athugasemdir við það, sem ég hafði sagt
um erindi dr. Gunnars Böðvarssonar. Erindi mitt var
alllangt, og ég hefi því miður ekki haft tækifæri til þess
að slá upp þessum atriðum, sem hann minntist á, en
þó vildi ég segja nokkur orð til andsvara. Fyrst er það,
sem hann segir um verzlunarkjörin og fleiri þætti í
sambandi við þróun þjóðarteknanna eftir 1948. í erindi
mínu segi ég, að í Framkvæmdabankanum hafi verið
gerðar athuganir á þessum þremur liðum og hverju
munar, þegar tekið er tillit til þeirra árið 1940—1958.
Niðurstöðurnar á þeim athugunum hefi ég tekið með í
erindi minu. Þær sýna það, að þegar tekið er 18 ára
tímabilið, þá er meðalaukning framleiðninnar tæp 3%.
Þegar ég tala um að skyggnast á bak við yfirborðið í
þessum reikningum, þá á ég náttúrlega við það, að það
sé anzi lítill tilgangur i því að taka tölur, einhverjar
tölur, sem maður hlýtur fljótlega að sjá að eru meira
eða minna villandi, setja þær inn í þessar líkingar, sem
verið er með, taka svo niðurstöðumar, einkennilegar
niðurstöður, og draga svo af þeim víðtækar ályktanir.
Það finnst mér ekki góðar aðferðir. En það er sú að-
ferð, sem í er vitnað, og ber talsvert á í þeim tveimur
erindum, sem ég hefi talað um. Ég sé, að Torfi Ásgeirs-
son er hérna viðstaddur, svo ég vona, að hann taki
það ekki illa upp fyrir mér, þó ég segi það, þegar ég
spurði hann að því, hvaða ályktanir hann vildi draga
af þessu miðtímabili 1945—51, hvaða ályktanir hann vildi
draga af þvi, að útreikningamir sýndu, að aukning
þjóðarteknanna var neikvæð þau árin. Því svaraði hann:
Ja, þetta er nonsense. Með öðrum orðum, það sem
vantar í þessar niðurstöður dr. Gunnars um 0,3% aukn-
ingu þetta tímabil (sem Glúmur telur að mætti vera
lengra samt) er að tekið sé tillit til margvislegra ann-
arra hluta, sem hafa áhrif á þjóðarbúskapinn og þjóð-
artekjurnar. Það er alveg sama þó að við förum í
gegnum þessar reikningsoperasjónir og komumst að
þeirri niðurstöðu, að aukningin sé 0,3%, ef við höfum
gleymt að taka tillit til mikilvægra þátta annara. Það
verður lítið vit í svoleiðis útreikningum. Allt þetta tíma-
bil, sem um er að ræða, hefur fjárfestingin auðvitað
skilað miklum árangri, en þar hafa bara verið að verki
önnur öfl samtímis, sem hafa minnkað okkar þjóðar-
tekjur og skorið þær niður. Við höfum keppzt við að
stækka framleiðsluapparatið og bæta það með fjár-
festingu, en við höfum ekki haft við, við höfum orðið