Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 36

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 36
66 TlMARIT VFl 1960 leitt að geta ekki nefnt nema einn hagfræðing, Harald Jóhannsson, sem hafi gert það að sínu viðfangsefni að ráði að rannsaka þá þætti, sem valda mestu um sveifl- urnar á afkomu íslenzku þjóðarinnar. Hinir virðast flestir vilja lítið um þá tala og ganga oft fram hjá þeim í skrifum sínum. Það er kannski þess vegna eng- in furða, þó að verkfræðingarnir geri það líka. Hvernig stendur á því, að á þessu landi, sem á svo marga ágætlega menntaða menn á sviði efnahagsmál- anna og í verkfræði, skuli vera svona lélegur málflutn- ingur? Ég held að dr. Gunnar hafi komið að kjarna málsins í einni málsgreininni, þar sem hann minntist á þau miklu átök, sem nú fari fram milli þjóðfélaga með ólíkri stjórnskipan, er eigi rót sína fyrst og fremst að rekja til sáifræðilegra atriða. Fyrst og fremst sé um að ræða valdabaráttu og fylgifiska hennar. Þetta er rétt hjá honum, en hann gleymir því, að þótt baráttan eigi sér sálrænar orsakir, fer hún inn á fleiri svið en aðeins hin sálrænu. Þessi barátta hefur hér á landi áhrif í ýmsum myndum. Eftir margvísleg árásarverk Rússa gegn sumum ná- granna sinna, tóku hinar vestrænu lýðræðisþjóðir sig til og mynduðu samtök sín á milli um að verjast frek- ari árásum. Einn þáttur þessarar samvinnu var á efna- hagssviðinu. Bandaríkjamenn ákváðu að leggja fram mikið fjármagn til þess að rétta við fjárhag Vestur- Evrópuþjóðanna. Islendingar urðu þátttakendur í þessu samstarfi. Mikið af þvi fé, sem við fengum meðan Mar- shall-aðstoðin stóð, fór til þess að flytja inn brýnar nauðsynjar, til þess að viðhalda hér lífskjörum, sem stríðsgróðinn hafði vanið þjóðina á. En stríðsgróðinn stafaði fyrst og fremst af bættum viðskiptakjörum, ekki fjárfestingu. Þegar stríðsgróðinn var búinn, beið þjóðar- innar ekki annað en að lifa af tekjum sínum og það við skyndilega en stórlega versnandi skilyrði. Bæði afla- brögðin og verzlunarkjörin snerust gegn okkur, fyrir utan minni háttar óhöpp eins og harðindi af slæmu veð- urfari. Marshall-aðstoðin byrjaði 1948, en það er ekki samþykkt að leggja fé í stórframkvæmdirnar, Sogið, Laxá og Áburðarverksmiðjuna fyrr en á árinu 1950, þannig að í 2% ár rennur öll aðstoðin til þess að halda við lífskjörunum og dugir þó ekki til. Það er varla við því að búast, að eftir þá aðstoð yrði mikil framleiðslu- aukning í landinu, þar sem sú aðstoð fór ekki til fjár- festingar, heldur til þess að fæða og klæða þjóðina. Þær upphæðir, sem þannig var varið, eru svo í þessum 155 milljónum dollara, sem dr. Gunnari finnst hafi skilað litlum afrakstri sem fjárfesting. Á sínum tíma var kröftugur áróður settur í gang gegn þátttöku Islands í þessari efnahagssamvinnu. Sá áróður sagði m. a. að Bandaríkjamenn heimtuðu, að við flyttum inn skran og glingur og alls konar óþarfavarning fyrir féð. Þetta, eins og svo margt annað í þeim áróðri, reyndist náttúrlega tóm ósannindi. 1 Fjármálatíðindum, maí—júní 1955, bls. 68, er sundurliðuð skýrsla um inn- flutninginn, sem sýnir þetta. Þetta voru allt nauðsynja- vörur, sumar þá ófáanlegar nema í Ameríku. Annar þáttur af svipuðu tagi hófst 1954. Þá var haf- inn mikill áróður á þá leið, að hér væri gífurleg of- þensla á öllum sviðum, sérstaklega allt of mikil fjár- festing. Hér væri allt að springa vegna of mikillar fjár- festingar. Þessi áróður náði allt frá Þjóðviljanum til Fjármálatíðinda Landsbankans. Snemma á árinu 1955 lögðu verkalýðsfélögin út í kaupgjaldsbaráttu vegna þessa óbærilega ástands, sem þau töldu vera, og stafa af ofþenslunni í fjárfestingunni. Á fáum mánuðum hækk- aði svo kaupgjald og verðlag sem afleiðing þessarar ráð- stöfunar verkalýðsfélaganna um 25%. Síðan kom til valda ný stjórn. Var þá breytt um, eins og þið skuluð fá að heyra. Heimildin er grein Sveins Björnssonar, tafla nr. IV. Á þessu ári, 1954, þegar allt fór úr reipunum, að því er haldið var fram, þá var fjárfestingin 26,6% af heildarframleiðslunni. Árið 1955 var hún 28,6%. Svo kom vinstri stjórnin árið 1956, þá var hún 31,6% og árið 1957, aðalár vinstri stjórnarinnar, 34,1%. Með öðr- um orðum, hún hækkaði um 7,5% af þjóðarframleiðsl- unni. Hún var aukin úr 26,6% upp í 34,1% á þremur ár- um. Nú geta allir séð, að áróðurinn 1954 um það, að allt færi úr reipunum vegna þess að fjárfestingin væri of mikil, var ósannur áróður. Hér á landi hefur ekki á undanförnum áratug, mundi ég segja, fjárfestingin verið kostuð af innlendum sparnaði í jafnrikum mæli og hún var þessi árin, 1953 og 1954. Og á sama tíma hefur ekki rikt hér meira peningalegt jafnvægi í fjárhags- kerfinu, nema ef vera skyldi í ár. Með öðrum orðum, þessi áróður var ekki sannur. Hann var jafn ósannur og áróðurinn gegn Marshall-áætluninni, og — ég vil bæta við —, hið neikvæða mat á gildi fjárfestingar undan- farin ár, eins og það hefur komið fram í umræddum erindum. Ég sýndi í erindi mínu fram á það, að þegar tekinn er nægilega langur timi til samanburðar, þá er hægt að losna við stærstu sveiflurnar á afkomunni. Við fáum þá niðurstöðu, að hér vex framleiðnin og afköstin og þjóðartekjurnar á svipaðan hátt og í nágrannalöndun- um, þ. e. a. s. í kringum 3% á ári. Þetta er útkoman, ef við losum okkur við sveiflurnar milli ára. Má þá ekkert betur fara? Jú, vissulega. Ég er alveg sammála þeim, sem hér hafa talað um það, að við þyrft- um að fá meiri tækniþekkingu, meiri tæknimenntun, og að við þyrftum að vanda betur undirbúning þeirra fram- kvæmda, sem við gerum o. s. frv. Ég er þeim alveg sam- mála um þessa hiið málanna. Að svo miklu leyti sem á skortir að árangur fjárfestingarinnar sé fullnægjandi, þá eru höfuðástæðurnar eltki tæknilegar, né þjóðliagslegar, heldur félagslegar. Þannig rekur verkalýðshreyfingin í landinu launapólitík, sem truflar á óeðlilegan og óraun- hæfan hátt efnahagsstarfsemina. Launapólitík, sem stendur ekki í neinu sambandi við ástand atvinnulífsins eða raunverulega hagsmuni verkalýðsins, raunverulegan hag hans af efnahagslegum framförum, heldur miðast þvert á móti við stundarhag pólitískra flokka, sem eru undir sterkum hugsjónafræðilegum áhrifum. Sumir þeirra, sem skrifað hafa og talað um efnahagsmál á und- anförnum árum, eru augljóslega undir sterkum hugsjóna- fræðilegum áhrifum. Hvaða staðreyndir þeir sjá, fer eft- ir hinu pólitíska dagsljósi hverju sinni, og er það illa farið. Við skulum vona að í þessum efnum reynist allir jafnmegungir að læra af reynslu undanfarinna ára. Steingrímur Jónsson: Ég þakka dr. Benjamín fyrir þetta, þessa kritik sína. Það er ágætt að það komi fram. Þess betur geta menn metið þær greinar, sem á ráðstefnunni og fyrir hana hafa verið lagðar. Nú er það því miður þannig, að við getum ekki haldið áfram umræðum um þessar grein- ar. Tíminn er að hlaupa frá okkur. Ég veit ekki, hvort Sveinn eða Glúmur mundu vilja segja eitthvað frekar um þetta:

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.