Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 43

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 43
TIMARIT VPI 1960 73 Moskva. Þar ei' farið yfir allar vísindalegar bókmenntir, hluti þeirra þýddur á rússnesku, og séð um rétta dreif- ingu um sambandsi'ikið. Starfslið þessarar stofnunar skiptir þúsundum. Geta má þess, að stofnanir af þessu tagi hafa nú tekið í notkun tæki, sem þýða rit mun hraðar en menn geta gert. Óhjákvæmilega veldur þessi þróun smáríkjum eins og íslandi miklum vanda. Þjóðin hefur enga möguleika til þess að nema og melta alla hina nýju þekkingu, og verður að gera sér grein fyrir því, að hún verður hér að haga seglum eftir vindi og getu. Pyrir einni öld voru raunvísindi ekki til á Islandi. Nú starfar hér nokkur fjöldi vísindamanna og örfáar vís- indastofnanir hafa risið upp. Þessir aðiljar starfa fyrst og fremst að íslenzkum verkefnum. Um aldamótin var hér aðeins einn verkfræðingur. Nú er tala þeirra orðin um 200, og er það hlutfallslega lík tala og í nágrannalöndunum. Þessi þróun sýnir greinilega, að Islendingum hefur fram að þessu tekizt vel að minnka bilið milli þeirra og nágrannaþjóðanna. En eins og rnálin standa í dag er óhjákvæmilegt að varpa fram þeirri spurningu, hvort gera megi ráð fyrir, að bilið muni halda áfram að minnka. Þegar á allt er litið er að óbreyttum aðstæðum hugsanlegt, að við séum komnir á tímamót, og það muni héðan af reynast mun örðugra að halda í hoi’finu, og jafnvel er hætta á því, að bilið geti tekið að breikka aftur. Hér skal gerð tilraun til þess að ræða nokkur atriði þessa máls. Ramisólcnarstörf og námsefni. 1 enskumælandi löndxim er fræði- og rannsóknarstai’f- semi venjulega flokkuð i tvo aðalflokka, þ. e. ,,basic re- search“ og „applied research". Gi'einingin er engan veg- inn ljós, en reynt ei' að greina á milli þess, sem hefur almenna þýðingu og þess, sem hefur beina hagnýta þýð- ingu fyrir samtiðina. Héi' skal gerð tilraun til þess að greina i tvo flokka á nokkuð öðrum gi’undvelli. Talið skal, að annar flokkui starfsins miði að aulxnum skilningi fyrst og fremst, en hinn að aukinni þekkingu og leikni í sérgreinum. Að sjálfsögðu er þessi skilgreining eigi síður óljós, en hana má þó nota. Með þetta fyrir augum má segja, að fyrri flokkur fræðistarfsins miði að því að leiða í ljós einföldustu rökréttu undirstöðu vísindagreina, og samræma á breið- um grundvelli. Einn fyrsti og merkasti áfangi af þessu tagi var afrek Newtons, er hann lagði grundvöll að kraftfræðinni. Með örfáum lögmálum tókst honum í einni svipan að samræma og vai-pa ljósi á kraftfræðina. Ann- ar megináfangi var afrek Maxwells í rafsegulfræðinni. 1 annan flokk rannsóknarstai'fsins fellur öll notkun undirstöðu lögmála og gagnasöfnun til skýringar flóknari fyrirbæra. Til þessa flokks teljast að sjálfsögðu öll nátt- úru- og tæknifræði. Er því augljóst, að starfsframlag til þessa flokks er miklum mun meira en til fyrri flokksins. Þegar litið er á grundvöll eðlisfræðinnar, jafnt þeirr- ar fræðilegu sem hagnýtu, ei' augljóst, að án stæi'ðfræði er enginn skilningur mögulegur. Lögmál þeirra Newtons og Maxwells eru lögð fram á máli stærðfræðinnar, og hún er því samnefnari alls skilnings. Stærðfræðilegar hugleiðingar móta því alla starfsemi í fyrsta flokki. Námsefni verkfræðinga má nú greina á hliðstæðan hátt. Fyrrihlutanám er hliðstæða fyrsta flokks á sama hátt og seinnihlutanámið er hliðstæða seinna flokks rannsókn- arstai'fseminnar. Þetta skal nú athugað nánar í örfáum orðum. Stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði eru aðalnámsgrein- ar fyrrihlutans. Þetta nám stendur venjulega yfir í um 2 til 3 ár. Á Norðui'löndum er stærðfræðinámið yfirleitt miðað við, að nemandinn læri undirstöðu afleiðureiknings, læri á einföld integi'öl og geti leyst einfaldar venjulegar af- leiðujöfnur, og þá helzt línulegar jöfnur. Einnig er drepið lítillega á komplexar tölur og funktionir. Hins vegar er ekki drepið á mai'gvíðar (pai'tíellar) afleiðujöfnur. Eitt megineinkenni eðlisfræðinámsins ei', að rafsegul- og ljósfræði eru ekki byggðar á afleiðujöfnum Maxwells, og þai'f því að fara nokkrar krókaleiðir til þess að hafa hemil á námsefninu. Skortir því allverulega á grundvöll öldufræðinnar. Hins vegar er vai’mafræðin numin á gi'undvelli aðalreglna, enda eru þær einfaldari að gerð en jöfnur Maxwells. Tiltölulega lítil áherzla er lögð á atónx- og kjarnafi'æði. Kraftfræðin er að vísu byggð á lögmálum Newtons, en það nær aðeins til meðfei'ðar punktkerfa. Námsefni í hreyfingu þanefna (elastic bodies), vökva og loftteg- unda er því á liku stigi og rafsegulfræðin. Um námsefnið í heild má segja, að það gefi áhuga- sönxum nemendum nothæfa undirstöðu, en ekki verður sagt, að þeii' fái þann skilning og þá yfirsýn, sem æski- legt hefði verið. Hjá þorra nemenda er heildarnýting námsins vafalaust nokkuð misjöfn. Meiri hluti verk- fræðinga virðist fljótt missa tengslin við efnið. Þegar á allt ei' litið vii'ðist bera á því, að námsefnið sé í senn ófullnægjandi og nýting ekki góð. Kröfur samtíöarinnar. Sem kunnugt er nxá skipta starfsemi verkfræðinga í þrjá aðalfloltka, þ. e. rekstrarstörf, nýsköpun og rann- sóknir. Rétt er að telja alla síendurtekna áætlunarvinnu til rekstrarstai'fs, þ. e. venjulegar jái’nateikningar, á- ætlanir um húshitun o. s. frv. Einnig verður að telja til rekstrarstai'fa alla verkfræðilega yfirstjórn og meðfei’ð ýmissa viðskiptamála. Til nýsköpunar skal talið aðeins það, sem raunveru- lega er nýtt á nálinni. Hér á landi má þannig telja til nýsköpunar allar áætlanir um byggingu stærri vatns- oi-kuvera. Augljóst er, að sá hópur vei'kfræðinga, sem fer með rekstrarstörf, er verulega fjölmennari en hinir tveir hóp- arnir. Samstarf rekstrarmanna við nýsköpunar- og rann- sóknarmenn er lítið, en hinir siðarnefndu hafa yfirleitt náið samstai’f. Þannig er fyrir hendi nokkuð djúpstæð skipting verk- fræðastarfsins. Óhjákvæmilegt er að taka til athugunar, hvort eigi beri að láta þessa skiptingu hafa nokkur áhrif á námsefni verkfræðanámsins. Verkfræðinenxar, sem hafa ákveðið að fást við rekstur eingöngu, hafa ekki mikinn hug á þvi að eyða löngum tírna til undirstöðunáms, sem síðar endist þeim illa. Hins vegar er góð fræðileg undir- staða bráðnauðsynleg þeinx, sem síðar fást við nýsköpun. Hér ber og að taka tillit til þeirrar tæknilegu nýsköp- unar og í'annsóknarstarfsemi, sem nú fer fram í heim- inum. Skulu nokkrir áfangar þessa starfs taldir upp. Þegar hefur verið bent á hina miklu þýðingu stærð- fræðinnar. Pramfarir í stærðfræði hafa verið mjög mikl- ar. Vafalaust hefur nxannsandinn hvergi lagt jafnmikið að mörkum og í þessari grein.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.