Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 48
78
TlMARIT VFÍ 1960
er einn með vandamál sín. Frœðibækur hans eru ekki
við hendina og hann getur ekki ráðfært sig við aðra
verkfræðinga. Hann er t. d. staddur yzt á Langanesi eða
úti í Grímsey. Ef hann þá kemst í tæknilegan vanda,
verður hann að bjarga sér á þekkingu sinni, brjóstviti
og hugkvæmni. Af þessum ástæðum tel ég, að Islenzkum
verkfræðingum henti bezt að ganga I þá skóla, þar sem
verkfræðinámið er víðtækt — polytekniskt. Það er mjög
æskilegt og ánægjulegt, þegar okkar fámenna þjóðfé-
lag getur boðið sérhæfum verkfræðingum slik störf, að
þeir geti notað sérfræði sína, en hinu má heldur ekki
gleyma, að upp úr almennri tækniþekkingu getur I lífs-
ins skóla sprottið ágæt sérfræði I einhverri grein tækn-
innar.
Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að íslenzkir verk-
fræðistúdentar eigi að leggja áherzlu á að fá alhliða
verkfræðilega menntun, að þeir eigi að öðru jöfnu frem-
ur að stunda nám I háskólum smáþjóða en I háskólum
stórþjóða, að þeir eigi framar öðru að stunda nám við
þá skóla, sem gera ráð fyrir svipuðum aðstæðum við
vinnu og er hér á Islandi. Með þessu móti verða þeir
betui1 hæfir en ella til þess að starfa hér, þegar að
loknu prófi. Síðar, þegar þeir hafa unnið hér I nokkur
ár og kynnzt aðstöðu við verkfræðistörf á Islandi, væri
æskilegt, að þeir færu utan og sæktu til annarra þjóða,
og þá ekki siður til stórþjóðanna, þær nýjungar I tækni,
sem nothæfar eru á Islandi, en sjálfsagt er og nauðsyr-
legt. að þeir, eftir þvi sem kostur er, fylgist með öllum
nýjungum I verkfræði, sem fram koma.
Eins og fyrirlesarinn benti á, hyggjast Danir og fleiri
þjóðir fara þá leið að mismuna verkfræðináminu með
því að draga svo úr bóklega náminu hjá nokkrum hluta
verkfræðistúdentanna, að þeir geti lokið námi á þrem
árum. Með þessari tilhögun brautskrá skólarnir verk-
fræðinga með hærra prófstigi eftir 4% til 5 ár og lægra
prófstigi eftir aðeins 3 ár og er þeim ætlað að leysa
af hendi hin vandaminni verkfræðistörf. Ég efast um,
að þessi tilhögun verði haganleg fyrir íslenzka verk-
fræðistúdenta, enda munu flestir líta svo á, að ekki sé
unnt að öðlast staðgóða þekkingu I verkfræði á skemmri
tíma en fjórum árum, að loknu almennu námi, er jafn-
gildi íslenzku stúdentsprófi.
Á siðastliðnum árum hefur starfað á Norðurlöndum
nefnd, sem skipuð er rektorum tækniháskólanna I Hels-
ingfors, Kauppmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, og tveim
fulltrúum, að ég held, frá hverju verkfræðingafélagi I
þessum borgum. Þetta er samvinnunefnd tækniháskóla
á Norðurlöndum og skilaði hún áliti 1959, en ég hygg
þó að hún starfi áfram. Álitsgerð nefndarinnar er fróð-
ieg, en ekki hefur verið þar mikil eining um tillögur.
Fremst I ályktun nefndarinnar er skýrsla um aðsókn að
tækniháskólunum, meðaltal áranna 1956—1958, og er
ástandið allt annað en glæsilegt vegna þrengsla í húsa-
kynnum skólanna.
1 Finnlandi sóttu um innritun 789 stúdentar
skráðir voru 392 —
en frá var vísað 397 —
1 Noregi voru hlutföllin þannig:
umsóknir 700 —
innritun 351 —
frávisun 349 —
í Svíþjóð:
umsóknir um 1600 —
innritun um 1000 —
frávísun um 600 —
Danmörk gerir ekki grein fyrir stúdentafjölda.
Jafnframt þessu var I nefndarálitinu birt, hve margir
luku stúdentsprófi I Danmörku, Noregi og Sviþjóð árið
1958 og áætlað eftir reynslu undanfarinna ára, hve
margir mundu Ijúka stúdentsprófi árið 1966.
Danmörk
Noregur
Svíþjóð
1958
3370
4847
um 8000
1966
7710
9905
um 12000
Hér er aukning stúdentafjölda um 100% I Danmörku
og Noregi og horfir til vandræða I tækniháskólum þess-
ara landa, ef hlutfallslegur fjöldi stúdentanna óskar að
leggja stund á verkfræðinám árið 1966.
Ennfremur segir I nefndarálitinu: ,,Þörf þjóðfélag-
anna fyrir verkfræðinga eykst mjög ört. Mun því hver
tækniháskóli eiga fullt I fangi með að fullnægja þörf-
um síns þjóðfélags". Minnihluti nefndarinnar, Direktör
cand. polyt. & jur. Ove Guldberg frá Dansk Ingeniör-
forening, vill láta tækniháskólana taka á móti stúdent-
um að jöfnu frá öllum Norðurlöndum, að skólamir standi
I sameiningu að menntun verkfræðinga sinna og að hver
skóli hafi forystu I kennslu þeirrar námsgreinar, sem
honum er tiltækust, enda verði húsbyggingar skólanna
miðaðar við þá tilhögun. Meirihlutinn leggur að visu á-
herzlu á aukna samvinnu milli skólanna, en tekur ann-
ars á þessum málum með sömu varfærni (vettlinga-
tökum) og áður hefur verið gert. Þannig gerir hann
enga tilraun til þess að samræma námsefnið eða náms-
tilhögun skólanna, svo að auðveldara sé fyrir nemendur
að flytjast milli skóla og fyrir prófessorana I sömu náms-
grein að annast kennslu til skiptis við skólana. Hins
vegar mælir meirihlutinn með því, að háskólarnir skipt-
ist á stúdentum meðan á náminu stendur.
Ennfremur mælir nefndin með því, að allir verkfræð-
ingar eigi að loknu verkfræðiprófi kost á að stunda
framhaldsnám um lengri eða skemmri tima og hafa all-
ir tækniháskólamir á Norðurlöndum samþykkt reglur
,,for den tekniske licentiat grad" og ákveðið, að þeim
sem ná því marki, veitist titillinn lic. techn. Nefndin
mælir með þvi, að allir fyrra hluta tækniháskólar á
Norðurlöndum viðurkenni fyrra hluta próf hver hjá öðr-
um I þeim greinum, sem þau ná til. Fleira markvert
hefði ég getað tínt úr nefndarálitinu, en læt þetta nægja.
Þá vildi ég að lokum nota tækifærið til þess að gefa
fundarmönnum nokkrar uppplýsingar um, hve ört ís-
lenzkum verkfræðingum fjölgar. Árið 1945 skipaði
menntamálaráðuneytið nefnd til þess að athuga þarfir
atvinnuveganna fyrir tæknimenntaða menn. Þá voru
hér starfandi 74 verkfræðingar, en svo mikil ekla var
þá á verkfræðingum, að áætlað var, að við þyrftum 92
verkfræðinga til viðbótar á næstu 5 árum. Þeirri aukn-
ingu var að sjálfsögðu ekki hægt að fullnægja á svo
fáum árum, og enn er eftirspurn eftir verkfræðingum.
Ég býst við, að gleggra sé að skrifa skrá yfir þetta.
Starfandi verkfræðingar hafa skipzt þannig á aðalgrein-
ar verkfræðinnar á siðastliðnum 15 árum:
1945 1950 1960
Byggingaverkfræðingar 29 (65) 44 90
Efnaverkfræðingar 20 (30) 26 46
Rafmagnsverkfræðingar 19 (38) 24 50
Vélaverkfræðingar 6 (27) 15 44
Samtals: 74 109 230
Tölurnar í svigum tákna áætlaða þörf fyrir starfandi
verkfræðinga, samkv. nefndaráliti frá 1945.