Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 49

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 49
TlMARIT VFl 1960 79 Síðustu 10 árin hefur starfandi verkfræðingum fjölg- að að jafnaði um 12 á ári og jafngildir það því, að lokið hafi prófi í verkfræði að jafnaði 13 á ári hverju, 13 1 eða í hlutfalli við fólksfjölda ^70000 > um 13100 altal 1950—’60). Á síðastliðnum 3—4 árum er þó meðaltal brautskráðra verkfræðinga á ári hverju nokkru hærra, eða um 15. Hjá nágrannaþjóðunum voru hlutföllin þessi — braut- skráðir verkfræðingar hjá hverri þjóð árið 1958 —: Danmörk 316 1 4500000 u,u 14200 Finnland 300 1 (arkit. taldir með) 4300000 14300 Noregur 221 1 3500000 — 15800 Svíþjóð 536 1 (arkit. taldir með) 7500000 14000 Við sjáum af þessu yfirliti, að hlutfallslega fleiri verk- fræðingar ljúka námi hjá okkur en hjá öðrum Norð- urlandaþjóðum, enda er ekki vanþörf á því. Steingrímur Jónsson: Tíminn er nú kominn, sem við ætluðum okkur, svo að við verðum að fresta frekari umræðum til morgun- dagsins. Ég vildi aðeins fyrir hönd nefndarinnar geta þess, af því sem prófessor Finnbogi gat um, að nefndin hefði ekki á þessari ráðstefnu farið út í einstök atriði um það, hvemig kennslunni skyldi hagað. Það er mikið verk og meira heldur en hægt er að leysa á einni ráð- stefnu. Það þarf langa og marga fundi og umræður hvernig skyldi haga þessu. Þetta er svo margbrotið mál, og eins og við sjáum af því, sem prófessor Finnbogi sagði, þá eru deildar meiningar um öll Norðurlönd um, hvernig fara skuli með kennsluna. Ég vil þakka prófessor Finnboga fyrir þetta innlegg, sem er mjög gott og mér virðist benda til, að þessi tillaga okkar um það, að við eigum að vinna að því að stofna fullkominn verkfræð- ingaskóla hér á landi og gefa okkar mönnum siðan tækifæri til að mennta sig á eftir annars staðar, sé sennilega betur við okkar hæfi. Við fáum þá menn, sem geta kynnst okkar atvinnuvegum og rannsóknum og starfsemi okkar opinberu stofnana, meðan þeir eru við nám hér. Þá kem ég að hinum tillögunum. Ég las upp tillögu hér í gær í menntamálunum, skólamálunum okkar, og ég gat þess, að hún gengi dálítið lengra í sínu orðalagi heldur en erindi framsögumannanna gaf tilefni til, bæði dr. Gunnars og Magnúsar Magnússonar. Þeir lögðu á- herzlu á að endurbæta verkfræðideildina við háskólann og bæta við kennslu í náttúrufræði, eins og eðlisfræði og því um líkt, og telja, að það hljóti að verða nóg og ærið verkefni að koma því á, þ. e. breyta og lagfæra verkfræðideildina þannig, að hún fullnægi þessum nýju kröfum, sem við m. a. heyrðum í gær, að Danir gera til þessa máls. En það væri of langt í einu stökki að fara auk þess fram á það, að það sé tekið til athug- unar að búa til hérna reglulegan verkfræðiskóla eftir íslenzkum högum. Undirbúningsnefndin hefur fallizt á þetta, að það sé alveg nóg, og fylgir erindunum, og eins og það er orðað í tillögunni um eflingu verkfræðideild- arinnar til fyrrihluta náms, sem hefur komið fram og sem er verið að útbýta um það mál. Það er: „Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga, haldin í Háskóla Islands dagana 22. og 23. sept. 1960, telur, að kennsla í verkfræði við háskólann á undanförnum áratugum hafi gefist mjög vel og beinir af þeim sökum þeim eindregnu tilmælum til Háskóla Islands, ríkisstjórnar og Alþingis, að hún verði aukin og endurskipulögð þann- ig, að hún fullnægi ströngustu kröfum, sem tæknihá- skólar erlendis gera á hverjum tima til fyrrihlutaprófs í verkfræði, og verði stefnt að því, að stúdentar í verk- fræði við Háskóla Islands geti lokið þar námi. Jafn- framt verði aðstaða rannsókna í náttúruvísindum aukin og bætt, og kannaðir möguleikar á að taka upp kennslu til fyrrihluta í þessum fræðum. (Hér er átt við eðlis- fræði, stærðfræði og þau fræði, sem prófessorar eru til í vegna deildarinnar). Vill VFl mælast til, að það fái tækifæri til að vera með í ráðum við endurskipulagninguna og lýsir því hér með yfir, að það er reiðubúið til að veita aðstoð eftir megni til að bæta og auka kennsluna í verkfræði við Háskóla Islands, svo að fullnægt verði sem bezt þeim kröfum, sem nútíma tækni og visindalegar rannsóknir krefjast", Vilja menn gera nokkrar breytingar við þetta? Finnbogi R. Þorvaldsson: Verkfræðingafélag Islands hefur frá upphafi verið svo góður og náinn aðili verkfræðingadeildarinnar, að ekki ætti að vera þörf á síðustu málsgrein tillögunnar. Steingrímur Jónsson: Ég þakka fyrir, við skulum taka þetta til athugunar, en þetta er ekki beint samanhangandi við tillöguna, en það er sjálfsagt að koma þessari ábendingu á framfæri. Haraldur Ásgeirsson: Ég get ekki tjáð mig reiðubúinn til að taka afstöðu til þessara flóknu tillagna, tel að óhjákvæmilegt verði að urnorða þær verulega. Tillögurnar ber, að mínu á- liti, að afgreiða sameiginlega, því það er tæknimennt- unin í heild, sem ályktanir okkar ættu að beinast að. Ef til vill gætu verkfræðingar innt af hendi verðug fram- lög við skipulagningu tæknimenntunarinnar, og færi vel á því, að ráðstefnan gerði einhverjar samþykktir þar að lútandi. 1 þessu augnamiði leggjum við fimm félagar fram tillögu, sem ég leyfi mér hér með að afhenda forseta ráðstefnunnar. Steingrímur Jónsson: Hvað segið þið um það. Klukkan er orðin korter yfir tólf, komið korter fram yfir tímann. Það eru héma til- lögur, sem væri ástæða til að ræða betur. Það er ekki víst, að þær umræður taki mjög langan tíma, en það kostar okkur að fresta skoðunarferðinni hér á eftir og kannske að láta hana falla alveg niður. En við getum náttúrulega verið hér í korter ennþá og séð hvað við getum komizt. Ég tók þessa fyrri tillögu um háskólamenntunina og ætlaði okkur að einskorða okkur við það. En hér á ráð- stefnunni hafa komið fram óskir um tæknimenntun, iðn-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.