Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 50
80
TlMARIT VFl 1960
fræðimenntun. Eins og ég vék að í inngangserindi mínu,
taldi ég þá menntun mjög á eftir tímanum. Hérna er
tiilaga frá undirbúningsnefndinni, sem er þannig:
„Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga, haldin I Háskóla
Islands dagana 22. og 23. september 1960, vekur at-
hygli ríkisstjórnar og Alþingis á mjög tilfinnanlegum
skorti á iðnfræðingum í íslenzku atvinnulifi og beinir
þeim tilmælum til þessara aðila, að athugaðir verði hið
fyrsta möguleikar á kennslu til iðnfræðiprófs hér á
landi. Þykir ekki ólíklegt, að hægt væri að tengja þetta
nám við kennslu í Vélskólanum og Iðnskólanum".
Hérna er komin ný tiilaga þannig:
„Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga 1960 telur nauðsyn-
legt, að tæknimenntun í landinu verði tekin til gagn-
gerðrar endurskoðunar, þannig að hún verði aukin og
endurskipulögð í samræmi við kröfur tímans“.
Hérna eru fimm tillögumenn undirskrifaðir, Gunnar
B. Guðmundsson, Haraldur Ásgeirsson, Helgi H. Árna-
son, Skúli Guðmundsson og Stefán Ólafsson. Þá liggja
í raun og veru allar þessar tillögur fyrir, og má skoða
þessa síðustu sem breytingartillögu við hinar tillögurnar.
Ég veit ekki hvort menn vildu mælast til að efnt verði
til nýs fundar kl. 2 út af þessu.
Steingrímur Hermannsson ber fram ósk um frestun.
Skiili Guðmundsson:
Ég vildi fyrst fá að taka undir þá tillögu, sem Stein-
grímur Hermannsson kom fram með, að við frestuðum
umræðum þar til eftir hádegi í dag og gefum okkur
tíma til þess að ræða þessi mál mun nánar. Ef sú til-
laga fær ekki stuðning, mun ég þó óska eftir að gera
frekari grein fyrir þessari tillögu, sem hérna var lögð
fram, en annars óska eftir frestun á fundinum, þannig
að við getum gefið okkur tíma og tækifæri til þess að
ræða þessi mál, sem ég álít að skipti svo miklu máli,
að við megum ekki kasta höndunum til afgreiðslu
þeirra hér.
Steingrímur Jónsson:
Ég þakka fyrir. Það er komin fram tillaga um það að
fresta fundi fram til kl. 2. Ég vil biðja þá, sem vilja
samþykkja það að rétta upp hönd. Þökk fyrir, það er
samþykkt. Er nokkur á móti? Enginn. Þá komum við
hér allir kl. 2 og verðum líklega að sleppa skoðunar-
ferðunum.
FRESTUR.
Steingrímur Jónsson:
Hér er símskeyti frá Hnífsdal: „Þakka virðulegt og
vinsamlegt boð. Bið afsaka fjarveru. Flugtepptur Isa-
firði. Flyt vísindamönnum Islands heillaóskir alþýðu-
samtakanna. Hannibal Valdimarsson",
Við buðum honum hér á fundinn, en hann hefur ver-
ið þama veðurtepptur.
Nú liggja fyrir þessar þrjár tillögur hérna, sem fram
hafa komið, og mér skildist á Skúla Guðmundssyni, að
hann vildi gjarnan fá að gera grein fyrir tillögu þeirra
fimmmenninganna. Ég vil gefa honum orðið.
Skúli Guðmundsson:
Góðir félagar. Við settumst niður i gærkvöldi fimm-
menningar og fórum að spjalla um þessa tillögu um
verkfræðimenntunina. Við vorum allir frekar óánægðir
með orðalagið á henni, og upp úr þeim umræðum bjugg-
um við til þessa stuttu tillögu, sem var lesin hérna áð-
an. Ég vii gjarnan fá að lesa hana aftur: „Ráðstefna
islenzkra verkfræðinga 1960 telur nauðsynlegt, að
tæknimenntun í landinu verði tekin til gagngerðrar end-
urskoðunar, þannig að hún verði aukin og endurskipu-
lögð í samræmi við kröfur timans".
Við höfum rætt hér, það sem af er þessari ráðstefnu,
annars vegar um tæknimenntunina og hins vegar um
peningamál. Ég held að það séu allir sammála um það,
að þetta eru þeir tveir meginþættir, sem við þurfum að
byggja á, til þess að geta bætt hjá okkur lífskjörin, og
það er það, sem við erum allir að reyna að stefna að,
eins og Direktör Mjös setti svo skemmtilega fram í gær.
Okkur langar i meiri heimsins gæði, og við þurfum
að reyna að vinna að því á einhvern hátt. Direktör
Bech fór í gærmorgun mjög svo skemmtilega með þetta
efni, þar sem hann lagði áherzlu á þessa öru þróun,
sem væri í tæknimálunum og nauðsyn þess, að verk-
fræðingar og aðrir tæknimenntaðir menn fylgdust með.
Þar koma fram svo mörg ný svið, sem menn þurfa
að geta ráðið við, og þörfin á tæknimenntuðum mönn-
um fer svo hratt vaxandi, að menn hafa ekki almennt
áttað sig á því ennþá. Það virðist þó vera þannig, að
i nágrannalöndum okkar er þetta að koma betur og bet-
ur í ljós, og eins og Direktör Beeh sagði frá í gær, þá
eru Danir að taka mjög sterkum tökum á þessum mál-
um, a. m. k. þeim hluta af tæknimenntuninni, sem er
verkfræðimenntunin sjálf. En það er eitt atriði, sem ekki
hefur komið fram í þessum umræðum ennþá, að grund-
völlurinn, sem við þurfum að byggja á til þess að geta
búið til, ef ég má nota það orð, tæknimenntaða menn,
komið tækniþekkingunni út, að það er sá grundvöllur,
sem hefur verið alltof mikið vanræktur, og á ég þar
við námið i gagnfræðaskólum og menntaskólum í tækni-
vísindunum eða undirstöðufögum tæknivísindanna. Það
var lítillega minnzt á þetta af Magnúsi Magnússyni,
held ég, í gær um skortinn á kennslukröftum við gagn-
fræðaskólana, og ég býst við, að við séum allir sam-
mála um það, að nauðsynleg undirstaða að stærðfræði
og eðlisfræðimenntun o. s. frv. i gagnfræða- og mennta-
skólum verði aukin og hún verði samræmd þeirri þekk-
ingu, sem bezt er vitað um í dag. Mér er að vísu ekki
nægilega kunnugt um, hvort þær kennslubækur, sem not-
aðar eru, eða þær kennsluaðferðir, sem notaðar eru í
gagnfræða- og menntaskólum, hafa fylgzt með tíman-
um, en ég hef mjög sterkan grun um, að þær hafi ekki
gert það í nægjanlega ríkum mæli.
Ég drep á þetta til þess að leggja áherzlu á það, að
þetta mál, sem við erum að ræða um, tæknimenntunin,
snýst ekki bara um það, að geta útvegað nóg af verk-
fræðingum. Við leysum ekki vandann, þennan vanda,
sem ég er að tala um, með því að flytja menntun verk-
fræðinganna inn í landið. Það er vafalaust mjög gott, og
ég er síður en svo á móti því, ef það er hægt að koma
því við, að við gætum búið til jafngóða verkfræðinga
hér heima eins og annars staðar. En það er ekki það,
sem er mergurinn málsins, heldur að við getum mennt-
að verkfræðingana nægilega vel og fengið nægilega
marga. Ég er ekki tilbúinn til þess að segja, hvernig
við eigum að fara að því, og ég býst ekki við að neinn
í þessum sal geti sagt, nákvæmlega, svona eigum við að
fara að. Og ég held að þessari ráðstefnu væri betur lokið
með því að benda á, að þetía er mikið vandamál, sem