Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 51

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 51
TlMARIT VPl 1960 81 þarf að taka föstum tökum. Þannig að það komi hóþur manna, sem beitir sér fyrir því, að það verði unnið að þessum málum á breiðum grundvelli, þannig að tækni- menntunarmálin almennt verði tekin upp til endurskoð- unar. Verkfræðimenntun er ekki nema hluti af því. Það var bent i gær á nauðsyn iðnfræðinga, sem hafa verið allt of fáir hjá okkur. Ég veit það sérstaklega að þvi er snertir byggingaiðnfræðinga. Það hefur verið mjög lítið framboð á þeim til þess að vinna sem að- stoðarmenn eða hjálparmenn verkfræðinga. 1 þeirri stofn- un, sem ég hef unnið, hefur það valdið miklum erfið- leikum. Við höfum alltaf verið að reyna að fá iðnfræð- inga en gengið mjög illa. Við höfum fengið einstaka menn, og þeir hafa gert mjög mikið gagn og hafa getað létt af verkfræðingunum vinnu, sem iðnfræðingarnir gátu leyst fyllilega vel af hendi, og þeir eru ódýrari vinnu- kraftur, og það þýddi það líka, að verkfræðingarnir gátu einbeitt sér að þeim verkefnum, sem þeir einir gátu ráðið við. Þannig getum við leyst mjög mikið af þessum skorti, þ. e. a. s. skortinum á verkfræðingum, með því að fá fleiri inðfræðinga til þess að vera verkfræð- ingunum til hjálpar. Ég er hérna fyrir framan mig með tölur, sem Hinrik Guðmundsson hefur tekið saman um fjölda verkfræðinga og iðnfræðinga á Norðurlöndum og nokkrar aðrar tölur. Mig rak í rogastanz í gær, þegar prófessor Finnbogi Rútur var að sýna okkur hér á töfl- unni, hvernig málin stæðu hjá okkur, og ég hef kannski misskilið hann, en mér skildist jafnvel á honum, að þetta ástand væri alls ekki svo slæmt hjá okkur. Ég get því miður ekki verið sammála því, því að ég álít að ástandið sé svo langt frá þvi að vera nægilega gott. En ég hef kannski lesið meira út úr hans tölum heldur en hægt var, því þær sýndu raunverulega ekki annað en það, hvað margir verkfræðingar lykju námi miðað við fólks- fjölda í hverju landi fyrir sig, en þetta er ekki nema einn hluti af sannleikanum. Hins vegar kemur það fram af þessum tölum, sem Hinrik Guðmundsson hefur safnað eftir upplýsingum frá verkfræðingafélögunum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og hér heima, að fjöldi verkfræð- inga og iðnfræðinga er mun minni á Islandi heldur en er í nágrannalöndum okkar. Á Islandi eru verkfræðingar 1.4%0 og iðnfræðingar 0.5%o I Noregi — — 2.1%,, — — 4.2%0 - Danm. — — 1,1%C — — l-6%0 - Svíþj. — — 1.7%0 — — 3.3%„ Við sjáum af þessum tölum, að í Noregi og Svíþjóð eru um tvöfalt fleiri iðnfræðingar heldur en verkfræð- ingar. 1 Danmörku eru þeir jafn margir, en hjá okkur höfum við ekki nema % af iðnfræðingum á móti verk- fræðingum. Og í framhaldi af því, sem ég sagði áðan um það mikla gagn, sem iðnfræðingarnir gætu gert með því að vera til uppfyllingar vinnukrafti verkfræðinga, þá vil ég halda því fram, að við stöndum illa að vígi að þessu leyti. Og svo kem ég að öðru máli, sem er kannski ennþá alvarlegra, að eins og oft vill henda okkur, þegar við erum að bera okkur saman við erlendar þjóðir, þá leit- um við að þeim, sem eru næst okkur, og það er ekkert skrýtið við það, en við verðum að vara okkur á því að horfa ekki eingöngu til Norðurlandanna, því að þó okkur Hki vel við Norðurlöndin og margt sé gott hjá þeim, þá var ekki þar alltaf það bezta að finna. Þróunin alls staðar I heiminum gengur mjög ört í þá átt að f jölga verkfræðingum og, eins og okkur er eflaust öllum kunn- ugt, þá hafa stórþjóðirnar lagt á það mjög mikla á- herzlu. T. d. eru hér tölur um fjölda verkfræðinga og iðn- fræðinga í Sovétríkjunum. Þar munu vera hlutfallslega flestir verkfræðingar allra þjóða, en verkfræðingafjöld- inn þar er 6.0%o og iðnfræðingafjöldinn 4.0%0. Þeir eru þannig með 10%„ samtals, þeir eru með fimm sinnum fleiri menn heldur en við. Ég held að það hafi verið Direktör Bech, sem minntist á það hér í gær, að til þess að bæta lífskjörin, væru tveir möguleikar aðallega fýrir hendi, að nota aukna menntun og nota aukna pen- inga. Hann benti á það, að Norðurlöndin væru þannig stödd, og þannig erum við að sjálfsögðu líka og ekki betur, að okkur vantar fjármagn, og við höfum ekki möguleika á að útvega það, nema i takmörkuðum mæli. En við höfum, að því er við álítum sjálfir, sama vitið eins og frændur okkar á Norðurlöndum, svo að við ætt- um líka að geta byggt á þeim grundvelli, sem þeir leggja aðaláherzluna á, að nota menntunina til þess að hjálpa okkur áfram. En, ef við lítum aftur til stórþjóðanna, þeir hafa að sjálfsögðu líka vitið, en þeir hafa líka peningana, en samt eru þeir, þessi þjóð, sem ég nefndi áðan, með fimm sinnum fleiri tæknimenntaða menn heldur en við, að auka tæknimenntunina i mjög stórum stíl. En hjá okkur virðist þróunin þvi miður hafa gengið aftur á bak, og hér eru ennþá nokkrar tölur, sem kannski ná yfir of stutt tímabil, og það eru kannski of fáir menn I hverjum hópi til þess að sýna virkilega, gefa virkilega rétta mynd af þessum hlutum, en þær eru um hvað mikil viðkoma verkfræðinganna hefur verið und- anfarin ár, hvað margir hafa komið hingað heim til starfa. Árið 1955 komu 25 menn — 1956 — 16 — —■ 1957 — 15 — — 1958 — 16 — — 1959 — 13 — Árið 1958 voru um 220 stúdentar taldir við verkfræði- nám erlendis og hér á landi, en um síðastliðin áramót voru þeir ekki nema 180—190. Svo það virðist vera, að þeim, sem leggja út í tækninámið, hafi farið frekar fækkandi. Þetta finnst mér styðja það, sem ég hélt fram áðan, að nauðsynlegt sé að undirstaðan undir tækni- menntuninni, til þess að skapa áhuga hjá unga fólkinu fyrir henni I menntaskólunum og gagnfræðaskólunum, sé nægilega góð. Það þarf að leggja áherzlu á að taka málið tökum þar líka. Ég held, að ég hafi nú með þessum fáu orðum gert nokkra grein fyrir því, sem fyrir okkur vakti, þegar við fluttum þessa tillögu, að málið væri það stórt í sniðum, að við gætum ekki hér afgreitt það með því að segja: Þetta eigum við að gera, við eigum að auka menntunina á þessum stað, og við eigum að gera það á þennan hátt. En við vildum leggja áherzlu á þetta, að málið verði tekið upp til endurskoðunar og þá í nánu samhengi við það, sem áður hefur verið talað um, vís- indamenntun, rannsóknastarfsemi, eins og fólst í tillögu Steingríms Hermannssonar, sem var samþykkt hér í morgun. Það er að vísu örlítið annars eðlis, en þó það skylt hvert öðru, að það er ekki hægt að rifa það al- gjörlega úr tengslum, og ef þessi ráðstefna gæti orðið til þess, að hjá stjórnarvöldum yrði tekið eitthvað fastari tökum á þessum málum, þá væri hún alls ekki til einskis haldin. Ég þakka fyrir gott hljóð.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.