Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 54

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 54
84 TÍMARIT VPl 1960 erfiðleikar að enginn gerir svo öllum líki. Ég vildi, að við héldum okkur við tillögumar í þeirri röð, sem við höfum verið með þær. Þá er þessi víðtækasta og stytzta. Vilja menn ræða hana frekar? Ef svo er ekki, vil ég bera hana upp og biðja þá, sem vilja samþykkja hana, að gera svo vel að rétta upp hönd. Þökk. Viljið' þið að ég iesi hana upp? „Ráðstefna islenzkra verkfræðinga 1960 telur nauð- synlegt, að tæknimenntun í landinu verði tekin til gagn- gerðrar endurskoðunar, þannig að hún verði aukin og endurskipulögð í samræmi við kröfur tímans". Skúli flutti ágæta greinargerð fyrir þessari tillögu, og ég vil þá bera hana upp á ný og biðja þá, sem vilja samþykkja hana að gera svo vel og rétta upp hönd. Þökk fyrir. Er nokkur á móti? Það er ekki, þá er það samþykkt. Þá er þessi lengri tillaga frá nefndinni, sem hafa komið athugasemdir við. Önnur kom frá prófessor Finn- boga fyrr um það, að það mætti sleppa seinni partin- um af henni, vegna þess að það væri sjálfgefið, að verk- fræðingafélagið væri svo sterkur aðili, það væri óþarfi að bjóða þetta fram. Ég hef verið að hugsa um þetta, og ég er ekki alveg viss um að það sé rétt að sleppa því. Þvi að, ef þetta stendur ekki í tillögunni, þá er þetta ekki boðið fram, en aðstaða verkfræðingafélagsins er ekki eins og var hér í gamla daga, þegar þetta var að byrja, þá var engin verkfræðideild til hér við há- skólann, engir prófessorar, en nú er hvort tveggja til, og auðvitað er það deildin og prófessorarnir og há- skólinn sjálfur, sem ræður sínum gerðum í þessu máli, að því er snertir háskólann, svo mér virðist að þetta eigi að koma með. „Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga, haldin í Háskóla Islands dagana 22. og 23. sept. 1960, telur, að kennsla í verkfræði við háskólann á undanfömum áratugum hafi gefizt mjög vel og beinir þeim eindregnu tilmæl- um til Háskóla Islands, ríkisstjórnar og Alþingis, að athugað verði hvernig kennslan verði aukin og endur- skipulögð þannig, að hún fullnægi ströngustu kröfum sem tækniháskólar erlendis gera á hverjum tíma til fyrri hluta prófs í verkfræði og verði stefnt að því, að stúdentar í verkfræði við Háskóla Islands geti lokið þar námi. Jafnframt verði aðstaða rannsókna í náttúruvís- indum aukin og baítt, og kannaðir möguleikar á að taka upp kennslu til fyrri hluta í þessum fræðum. Vill VFl mælast til, að það fái tækifæri til að vera með í ráðum við endurskipulagninguna og lýsir þvi hér með yfir, að það er reiðubúið til að veita aðstoð eftir megni til að bæta og auka kennsluna í verkfræði við Háskóla Islands, svo að fullnægt verði sem bezt þeim kröfum, sem nútíma tækni og vísindalegar rannsóknir krefjast". Þetta er tillagan eins og hún er með þessari breytingu. Skúli Guðmundsson: Það er aðeins örstutt athugasemd. Meining okkar fimmmenninganna með þvi að leggja fram þessa til- lögu okkar var, að hún kæmi í stað annarra tillagna, sem væru yfirgripsmeiri. Að hún yrði ályktun, eða alla- vega kjarninn i ályktun ráðstefnunnar um þessi mál og við færum ekki út í smáatriðin, eins og gert er í þessari tillögu, sem fundarstjóri var að lesa upp. Ég veit ekki hvort fundarmenn hafa skilið mig þannig áðan; fundar- stjóri hefur að mér skilst ekki skilið mig þannig, en ég vil óska eftir því, að þannig yrði litið á, að þessi tillaga hefði vísað hinum frá, þannig að þær yrðu ekki bornar undir atkvæði, þegar búið er að samþykkja hana. Og úr því ég er kominn hér í ræðustól, þá vil ég fá að nota sérstaklega tækifærið til að þakka prófessorunum Finnboga og Leifi fyrir þau fallegu orð, sem þeir létu falla til min fyrir þennan inngang, sem ég hafði með tillögunni. Þakka ykkur fyrir. Steiiigrímur Jónsson: Já, ég leit svo á, að þessi tillaga útilokaði ekki hinar tillögurnar. Nei, ég held það beri að skoða tillögu Skúla Guðmundssonar o. fl. sem sjálfstæða tillögu. Þá vildi ég bera það undir fundinn, hvort hann líti almennt svo á, að með þessari tillögu, almennu tillögu, sem við höfum samþykkt, sé þar með hinum tillögunum vísað frá. Ég vildi leyfa mér að spyrjast fyrir um það og bera það undir atkvæði, að þeir, sem vildu vísa þessum öðrum tillögum frá og gera þetta að einni tillögu og vilja þá samþykkja það að vísa hinum frá, að gera svo vel og rétta upp hönd. Þökk fyrir. Er nokkur á móti? Það eru þrír á móti. Það er samþykkt með yfirgnæfandi at- kvæðafjölda að vísa þessum tillögum frá. Hins vegar geri ég ráð fyrir, að þessar tillögur og þessar umræður, sem hérna fara fram, verði birtar í einu lagi, þannig að það sjáist greinargerðirnar og ástæðurnar fyrir gangi málanna. Ég vil ekki orðlengja þetta, þvi að tillögurnar verða ekki bornar hér upp. Bolli Thoroildsen: Prófessor Finnbogi sagði svolítið, sem mér likaði ekki. Hann sagði, að það væru þvinganir í Danmörku, Noregi og víðar, á því að menn fengju að læra. Sumir vilja, að sem flesíir verði stúdentar, menntunarinnar vegna. En þeir, sem hafa vilja og þrek, eiga þvingunarlaust að fá að læra við háskóla vorn að mínum dómi. Ég veit, að stúdentsprófseinkunnin er ekki óskeikull mælikvarði. Steingrímur Jónsson: Ég þakka fyrir. Þá er útrætt um þessi mál og þá er komið að lokum þessarar fyrstu ráðstefnu okkar. Ég vildi geta þess áður en ég lýk máli mínu, að hérna frammi undir borðinu, þar sem fyrirlestrarnir eru, bækl- ingar, sem prentaðir hafa verið, hefur Steingrímur Her- mannsson komið með skýrslu frá Rannsóknaráði, sem er stuðningur við þau sjónarmið, sem hann setti fram. Félagsmenn og aðrir, sem hér eru, geta fengið þar ein- tak af því, og kynnt sér þar með þetta mál. Þessi skýrsla er ekki komin út, en er á leiðinni, og fundar- menn geta þo fengið þetta núna. Nú er klukkan þrjú, og bílarnir standa fyrir utan við stúdentagarðinn gamla. Við getum farið í skoðana- ferðir, við verðum að stytta þær. Við áttum að fara í skoðanaferðir milli tvö og fjögur og það var skipt í fjóra flokka, einn flokkurinn var Áburðarverksmiðjan og Strengjasteypan, annar flokkurinn var Júpíter-fisk- stöðin og Afurðasala Sambandsins, þriðji flokkurinn var Fiskiðjuverið og Héðinn, fjórði flokkurinn var Mjólk- urvinnslustöðin. Menn geta skipt sér niður á bílana, það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.