Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 55

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 55
TÍMARIT VFl 1960 85 eru fjórir bílar, og ég geri ráð fyrir, af því að við höf- um tapað hér einni klukkustund, að við getum þó farið á annan staðinn. Svo ég vil leggja til, þegar við göng- um héðan, að við tökum þessa ferð til klukkan fjögur, og síðan eigum við að koma til ráðherra kl. 5 í hans boð. Ég þakka ykkur öllum fyrir góða fundarsetu og góða áheyrn og fyrir mikinn áhuga þeirra, sem hafa tekið þátt í þessum umræðum, og segi hér með þessari ráð- stefnu slitið. Finnbogi R. Forvaldsson: Við þökkum allir sameiginlega Steingrími Jónssyni fyrir ágæta fundarstjórn og forystu í þeim málum, sem hér hafa verið rædd. UMRÆÐUM LOKIÐ. SKÝRSLUR SAMDAR VEGNA RAÐSTEFNU ÍSLENZKRA VERKFRÆÐINGA Dr. Björn Jóhannesson: JARÐRÆKT Ekki er unnt að gera skýrslu um jarðrækt eins og óskað er eftir í bréfi VFl frá 27. maí 1959. Liggja til þess ýmsar ástæður og þær helztar, að ekkert ákveðið markaðsverð er á meginframleiðslu jarðræktar, heyinu, og ekki er heldur vitað um starfsmannaf jölda, er vinn- ur að jarðrækt. Eigi að síður skulu hér dregin fram nokkur atriði varðandi fjárfestingu og rekstur ræktunar. 1. Sögulegt yfirlit um tæknilega þróun ræktunar- starfa mætti að sjálfsögðu gera, en breytingar sem orð- ið hafa á þessu sviði eru svo alkunnar, að þarflaust sýnist að rekja þær hér. 2. Tafla 1 er unnin af Framkvæmdabankanum og góð- fúslega lánuð af honum. Taflan sýnir heildarfjárfestingu eða verðmæti ræktunarframkvæmda á árunum 1954 til ársloka 1957, og eru ræktunarframkvæmdir þai' sund- urliðaðar sem nýræktir, grjótnám, girðingar og vélgrafn- ir skurðir. Fjárupphæðir eru færðar til verðlags neyzlu- vöru fyrir árið 1954; vísitala neyzluvöruverðlags fyrir þetta ár er sett 1001. Niðurstöðutölur töflunnar svo og túnstærð eru færð- ar á hjálagt línurit. Línuritið sýnir — eins og síðasti dálkur töflunnar — að árleg fjárfesting vegna ræktunar hefur farið jafnt vaxandi á árunum 1945 til 1957, en þó einkum eftir 1950. Linuritið gefur einnig til kynna að meðalfjárfesting ræktunar á hvern hektara fer vax- andi, og hefur hún vaxið um 18% frá 1945 til 1957. ') Vísitala neyzluvöruverölags reiknast 105,2 fyrir 1955. 116.7 fyrir 1956 og 121,6 fyrir 1957. Tafla 1. Verðmæti ræktunarframkvæmda árin 1945—57 reiknað í verðlagi 1954 í milljónum króna. Ár Nýrækt. túna Þús. ha Verðm. í árslok m. kr. Grjótnám 1000 rn' Verðm. í árslok m. kr. Girðingar km Verðm. í árslok m. kr. Vélgrafnir framræslusk. 1000 m3 Verðm. í árslok m. kr. Samt. Verðm. m. kr. Árleg aukning Verðm. m. kr. Eign 1/1 ’45 38,0 228 300 14 6.000 60 220 — 302 — ’45 39,2 235 311 15 6.244 62 428 1 313 11 ’46 40,3 242 324 15 6.631 66 658 2 325 12 ’47 41,4 248 337 15 6.959 69 1.223 4 336 11 ’48 43,0 258 356 16 7.254 72 2.679 9 355 19 ’49 44,3 266 372 17 7.448 74 4.452 14 371 16 50 46,5 279 395 18 7.707 77 6.630 21 395 24 ’51 49,0 294 419 19 8.011 80 8.597 27 420 25 ’52 51,7 310 433 19 8.424 84 11.137 36 449 29 ’53 54,7 328 455 20 8.825 88 14.115 45 481 32 '54 57,3 344 480 22 9.221 92 17.521 56 514 33 '55 59,8 359 510 23 9.777 98 20.618 66 546 32 ’56 63,2 379 546 25 10.388 104 24.797 79 587 41 ’57 66,7 400 586 26 10.995 110 28.991 93 629 42

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.