Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 56
86
TÍMARIT VFI 1960
Stafar þetta einkum af vaxandi framræslu með vél-
gröfnum skurðum; það ber jafnframt að athuga, að
þessi framræsla fiær til mikils óbrotins og óræktaðs
lands.
Tatla 2. Túnstærð, töðufal), útheysinagn, áburðarmagn
og meðaltöðumagn af ha.
Heildartölur fyrir allt landið.
Ár Heildar- túnstærð, þús. ha Töðufall, þús. hkg (hestar) Úthey, þús. hkg (hestar) Áburðarmagn, tonn N P.O, K.O Meðal'töðu- magn af ha, hkg/ha
1946 40,3 — — 1621 377 242
’47 41,4 1563 552 1626 588 323 37,8
’48 43,0 1552 642 1566 526 243 36,2
’49 44,3 1510 624 2336 989 774 34,1
’50 46,5 1696 595 2365 948 885 36,5
’51 49,0 1482 788 2483 1043 967 30,2
’52 51,7 1543 766 2406 935 993 29,9
’53 54,7 2179 690 3592 1708 1398 39,8
’54 57,3 2402 554 4230 1930 1518 42,0
'55 59,8 2326 403 4836 2480 1839 38,9
’56 63,2 2575 413 5550 2760 1935 40,7
’57 66,7 2949 385 6390 3130 1790 44,2
Tafla 2 greinir frá heildartúnstærð, töðufalli, útheys-
magni, áburðarmagni í tilbúnum áburði og meðalhey-
magni af ræktuðu landi. Töðufall hefur aukizt mikið á
umræddu tímabili, eða um nálega 90% frá 1947 til 1957.
Á sama tíma hefur úthey hinsvegar minnkað um 30%.
Áburðarnotkun hefur aukizt stórkostlega á tímabilinu.
Frá 1950 til 1957, t. d., hefur meðalnotkun áburðarefn-
anna á hektara af túni aukizt sem hér segir; Köfnunar-
efni um 88%, fosfórsýra (P;0.,) um 130% og kalí (K.O)
um 41%. Ekki hefur grasspretta eða heymagn af ha
aukizt i hlutfalli við hina vaxandi áburðarnotkun, ef
dæma má af síðasta dálki töflunnar. I þessu sambandi
ber þó að hafa í huga, að tún eru í vaxandi mæli notuð
til beitar, og því er heymagnið ekki réttur mælikvarði
á sprettuna. Ennfremur ber þess að gæta, að heymagn
er ákvarðað með mati einu, og því eru tölur um þetta
efni ætíð óáreiðanlegar.
Upplýsingar um magn töðu útheys eru fengnar úr
Búnaðarskýrslum Hagstofu Islands fyrir árin 1951,
1952—54 og 1955—57. Upplýsingar um áburðarmagn eru
fengnar frá Áburðarsölu rikisins, og skal þess um leið
getið, að í þeim er talinn allur áburður, sem seldur hef-
ur verið hérlendis, bæði til túnræktar og garðræktar.
Um garðrækt og ylrækt liggja fyrir minni upplýs-
ingar en um grasrækt og mun ég því ekki reyna að
gera þessum greinum ræktunar skil.