Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 62
92
TlMARIT VFl 1960
Erl. (þús.) 940
Innl. (þús.) 9.620
Alls (þús.) 10.560
Skipting í erlendan og innlendan kostnað er að mestu
ágizkun. Stærsti liðurinn í innlendum kostnaði er hrá-
efniskaup fyrir kr. 8.441.300,00.
Fyrning er 405.000 samkvæmt skattaframtali.
Sfofnf járstuðull verður þvi:
6.238
15.200 -i- (10560+405) ~ 1,5
4. Framleiðni vinnueiningar.
Raunverulegar vinnuvikur voru alls við þessa fram-
leiðslu 1959 1830 eða sem svarar 40 ársmönnum.
Framleiðni vinnueiningar:
15.200 -5- (10560 + 405)
~4Ö----- =106 þús.
Vinnukraftur er næstum eingöngu ófaglært verka-
fólk, helmingur kvenfólk.
5. Erlendur samanburður
er ekki fyrir hendi til samanburðar við ofangreinda
stuðla.
6. Tæknilegar umbætur.
Tæknilegra umbóta er helzt að vænta í sambandi við
vinnuhagræðingu (rationaliseringu) og framfarir á sviði
frystitækni.
Framleiðni vinnueiningar má auka með þvi að bæta
hráefnisnýtingu, og auka gæði framleiðslunnar og ná
með því hærra markaðsverði og öruggari markaðssölu.
Betri nýtingu á afkastagetu er erfitt að ná vegna
þess, hve hráefnisöflunin er árstíðabundin og oft miklar
sveiflur í aflamagni á vertíð, aðalvinnsluárstíðinni.
Geir Arnesen:
SALTFISKVERKUN
]. Vfirlit um tæknilega þróun.
Framleiðsla á saltfiski hófst á íslandi um miðja 18.
öld og hefur ætíð verið framkvæmd hér síðan. Mest
var framleiðslan á árunum í kringum 1930 eða um
60000 t árlega, reiknað sem fullverkaður fiskur. Fram
að seinni heimsstyrjöld var fiskurinn að langmestu leyti
fluttur úr landi fullverkaður. Hið gagnstæða á sér stað
á seinni árum, þar sem nú er miklu meira flutt út af
óverkuðum saltfiski. Saltfiskverkun hefur alltaf verið
mannfrek atvinnugrein, og varla er hægt að tala um vél-
væðingu svo nokkru nemi gegnum öll þessi ár fyrr en
þurrkhúsin koma til skjalanna rétt eftir seinustu heims-
styrjöld. Þá ber einnig að geta flatningsvélanna, sem
fluttar hafa verið til landsins á tveimur seinustu árum.
Tilkoma þeirra er hins vegar svo nýleg, að ekki er
að svo stöddu hægt að gera sér grein fyrir gagnsemi
þeirra.
2. Fjárfestlng.
Af þeim gögnum, sem tiltæk eru, er ljóst, að óger-
legt er með öllu að áætla heildarfjárfestingu á öllu
landinu í sambandi við saltfiskverkun og er ástæðan
sú, að mannvirki, sem reist hafa verið til saltfiskverk-
unar, eru ævinlega nátengd öðrum atvinnurekstri, svo
sem frystingu, skreiðarverkun, síldarsöltun o. fl. Sá hátt-
ur verður því hafður á hér; að í stað þess að áætla
heildarfjárfestingu á öllu landinu, verður reiknað með
fjárfestingu fyrir saltfiskverkunarstöð, sem framleiðir
350 t af fullstöðnum saltfiski á ári og fullþurrkar sið-
an þetta magn í eigin þurrkhúsi.
Fjárfesting (verðlag 1958):
þús
Húsakostur kr. 1000
Vélar — 150
Áhöld — 130
Meðalbirgðir — 900
Kr. 2180
Stöðin framleiðir árlega 200 t af fullverkuðum (Brazil-
íu-þurrum) saltfiski úr 826 t af fiski sl. m. haus. Þurrk-
hús rúmar 60 skpd.
3. Stofnfjárstuðull.
Verðmæti árlegrar framleiðslu reiknast kr. 2734000,00.
Rekstrarvara skiptist þannig:
Erl. kostn. Tollar Innl. kostn. Alls
þús þús þús þús
Rekstrarvara 149.2 1.1 1928.4 2079
Fyrning er áætluð 3% af húsum og 8% af áhöldum
og vélum, eða alls kr. 52400,00.
Stofnfjárstuðull verður því skv. þessu:
2734—(2079 + 52.4) ~
4. Afköst vinnueiningar.
Raunverulegar vinnustundir við framleiðslu á um-
getnu magni verða alls 22083 og ef reiknað er með, að
1 mannár sé 2300 klst., verða mannárin alls 9.6.
Afköst vinnueiningar eru þá:
2734— (2079 + 52.4)
9.6
= Kr. 62800
5. Erlendur samanburður.
Erlendar upplýsingar eru ekki fyrir hendi til saman
burðar við ofangreinda stuðla.
6. Tæknilegar umbætur.
Vegna flatningsvélanna má búast við hagkvæmari
vinnslu á komandi árum.