Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 64

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 64
94 TlMAHIT VFl 1960 Björn Bergþórsson: MJÖL, LYSI 1. Yfirlit um tæknilega þróun. Framleiðsla fiskimjöls og fiskiolía hófst hér um 1911. Voru Norðmenn brautryðjendur hér á landi, en þeir nutu aftur góðs af reynslu Ameríkumanna í þessari iðngrein. Vinnsluaðferðin er í grundvallaratriðum enn sú sama og var á fyrstu árum þessa iðnaðar. Þess má þó geta_ að fleytiker voru notuð til vinnslu á iýsinu í fyrstu, en um 1930 var farið að nota skilvind- ur i stað fleytikera, og var sú þróun komin langt á veg um 1935. Til þess að pressa vatn og olíu úr síldinni voru í fyrstu notaðar dúkapressur, en strax á fyrstu árum þessa iðn- aðar náðu skrúfupressur meiri vinsældum og hafa haldið þeim síðan. Hagnýting mjölefna í soðvatni hefur ekki aukizt hröðum skrefum og veldur þar um fyrst og fremst hrá- efnisskortur. Lýsi & Mjöl í Hafnarfirði varð fyrst (1953) til að hagnýta allt mjölefni í soðvatni. Síðustu árin hef- ur þeim verksmiðjum fjölgað ört, sem fullnýta hráefnið. Um aðra framleiðslu verðmætra efna úr fiski, sem ekki fer til manneldis, ér ekki að ræða. 2. Fjárfesting. Upplýsingar um fjárfestingu í þessari iðngrein er erf- itt að fá. Hér er valin sú leið að áætla endurkaupsverð á árinu 1958, þar sem hún er talin nálgast mest hina réttu tölu. Hús, hráefnisgeymslur og tankar kr. 171 millj. Vélar og önnur tæki — 279 — Birgðir (kostnaðarverð meðalbirgða 1958) — 136 Samtals kr. 586 millj. 3. Stofnfjárstuðull. Framleiðsluverðmætið við verksmiðjuvegg árið 1958 var 326.6 milljónir króna. Gjaldaliðir rekstrarreiknings eru hér áætlaðir fyrir heildina í samræmi við upplýs- ingar frá ákveðnum fyrirtækjum. OG AIJKAEFNI Rekstrarvörur (hráefni, umbúðir, olía, rafmagn o. fl.): Erl. kostn. þús. kr. 16600 Tollai' Innl. kostn. þús. kr. þús. kr. 362 215569 Alls þús. kr. 232531 Fyrning er hér reiknuð 3% af húsum, hráefnisgeymsl- um og tönkum, en 8% af vélum og öðrum tækjum. Fyrning samtals i þús. kr. = 27450 Stofnfjárstuðull verður því: 586 _ 586 _ g g 326.6 — (232.5 + 27.5) — 66.6 4. Afköst vinnueiningar. Sú tala mannára, sem hér er reiknað með, er fengin á þann hátt, að dagvinnustundum ársins — 2400 klst — (samkvæmt upplýsingum frá Verkamannafélaginu Dags- brún) er deilt upp i vinnustundaf jöldann. Vinnustunda- fjöldinn fyrir heildina er áætlaður í samræmi við upp- lýsingar frá einstökum fyrirtækjum. Fjöldi mannára verður þannig 263.9 mannár. Afköst vinnueiningar verða samkvæmt þessu: 5. 66.6 263.9 = 252 þús. kr. Heimildir skortir til samanburðar á stuðlunum 3 og 4 við tölur úr tilsvarandi greinum erlendis. 6. Nýting véla í þessari iðngrein er léleg. Má búast við, að þróunin gangi fyrst og fremst í þá átt í framtiðinni að bæta hana. Okkar aðalkeppinautur er Perú. Vegna mun lengri veiðitíma er nýting véla þar mun betri en hér. Líkleg leið til að bæta aðstöðu okkar í hinni hörðu samkeppni er að auka geymslupláss hráefnis^ þegar heppileg aðferð hefur fundizt til að varðveita það. Eru menn vongóðir um, að geymsluefnin natriumnítrit og formalín muni koma að góðum notum til að lengja vinnslutíma verksmiðjanna. Veruleg stækkun verksmiðja er ekki sennileg á næstunni. Unnsteinn Stefánsson: íslenzkar hafrannsóknir og Inngangur. Á síðari helmingi 19. aldar voru gerðir út fjölmargir úthafsleiðangrar til norðurhafa, og jókst þá þekking manna á eðli sjávar hröðum skrefum. 1 lok aldarinnar voru straumkerfin við Island þekkt i aðalatriðum. Eig- inlegar fiskirannsóknir hófust hér við land upp úr alda- mótunum fyrir forgöngu dönsku ríkisstjórnarinnar og í samráði við Alþjóða hafrannsóknaráðið, sem þá var gildi þeirra fyrir þjóðarbúiö nýstofnað. Danir framkvæmdu hér mikilsverðar byrj- unarathuganir, en rannsóknir þeirra voru þó æði slitr- óttar fram til ársins 1924. Stórvirkastur allra einstakl- inga, sem unnu við fiskirannsóknir á þessum árum, var dr. Bjarni Sæmundsson, og má segja, að hann hafi lagt grundvöll að síðari tíma fiskirannsóknum hér við land. Árið 1931 réðst dr. Árni Friðriksson í þjónustu Fiski-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.