Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 75

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 75
TlMARIT VPl 1960 105 Glervöruiðnaður ................ 4,0% Sementsiðnaður ............... 4,7 % Byggingariðnaður ............. 0,1% Annar iðnaður................. 1,0% Meðaltal 1,1% Þess má geta að meðaltalið er reiknað af fjárhæð er nemur eigi minna en 2260 millj. dollurum í rafmagns- gjöld. Þessar tölur sýna að rafmagnsgjöldin eru ekki mik- ilsvert atriði í rekstri iðnaðarins. Rafmagnsverðið hefur engin áhrif á það hvar einhver iðnaðargrein sezt að og hvemig henni vegnar þar. Þá er auðvitað ekki talinn með sá iðnaður þar sem rafmagnsnotkunin er svo mikil, að skoða megi rafmagnið, sem hráefni, sem einn lið í fram- leiðslunni. Rannsakað hefur verið í Ameriku hverjar séu ástæð- urnar fyrir því, að einhver iðnaðargrein velur sér aðset- ur á tilteknum stað. Þær eru þessar: Lega markaðarins, aðgangur að hráefnum, verkamannastaðan, kaupgreiðsl- ur, lega lóða og lands, nálægur hjálpar- og þjónustuiðn- aður, loftslag og staðhættir. Hvergi er rætt um raf- magnsverðið, að það hafi áhrif á staðarvalið. 1 svissneska tímaritinu er dregin sú ályktun af þessu, að eigi sé hægt að örva iðnaðarþróun í landi eða héraði með sérlega lágum rafmagnskostnaði. Það megi fremur búazt við hinu gagnstæða. Lækkun rafmagnsverðisins hefur engin áhrif á afkomu iðnaðarins, en getur orðið til mikils tjóns fyrir rafvæðinguna og dregið úr mætti hennar til að leysa hlutverk sitt vel af hendi og með því móti veikt héraðið og valdið erfiðleikum fyrir iðn- aðinn á öðrum sviðum. Þetta segir Svisslendingurinn. 1 Noregi á þetta einnig við. Iðnaðurinn norski hefur aðgang að ódýrara rafmagni en er í flestöllum öðrum löndum. En samt sem áður er það rangt að halda, að það veiti okkur betri aðstöðu sem nokkru nemur í samkeppninni við önnur lönd. Við höfurn ekki við hendina samsvarandi tölur um norskan iðnað, en við höfum áður (ETT (1959) nr. 3, bls. 37) fundið tölu um rafmagnsverð I venjulegum iðnaði, að það er 1,4% af vinnslukostnaðinum. En vinnslukostnað- urinn er lítið eitt undir helmingsverði heildarframleiðslu- kostnaðarins. Nánari greining talnanna hefur ekki mikið gildi á meðan við vitum ekki hversu mikið rafmagn er notað í iðnaði ýmissa landa. Einnig í Noregi er ályktunin skýr. Rafvæðingin veitir iðnaðinum bezta þjónustu með því að veita honum ör- uggt og gott rafmagn, næga orku með réttri spennu, án rofs eða skömmtunar. Ef rafvæðingin getur leyst þessa hlið og tekur verð fyrir að það standist kostnað- inn, þurfum við ekki að hafa áhyggjur út af kvörtunum um rafmagnsverðið". Þetta er norska tímaritsgreinin. Það má segja að á sama hátt og í Noregi séu engar tölur til um þessi at- riði hér á Islandi, byggðar á rannsókn, en gizkað hefur verið á, að tölurnar í íslenzkum iðnaði fari eigi yfir 3 til 5% þar, sem mest er, og á heimilum eigi yfir 3% þar sem mest er. Væri þó fróðlegt að fá nánari rann- sókn á þessu atriði. (Þýð.). Rafmagnsveitur ríkisins: LÍNULAGIMIR í ÁBÓTARVIIMIML Inngangur. Fram til þessa hafa nær öll verk við háspennulinur rafmagnsveitna ríkisins verið unnin í tímavinnu, einnig þegar þau hafa verið látin í hendur verksala. 1 stöku tilfellum hafa þó bæði rafmagnsveiturnar og verksalar látið flokk manna eða einstaka menn vinna vissa þætti í ákvæðisvinnu, þannig að greidd hefur verið ákveðin upphæð fyrir t. d. að grafa stauraholu, en ekki verður sagt að þessi viðleitni hafi borið tilætlaðan árangur. Flestar rafmagnsveitur i nágrannalöndunum hafa þeg- ar snúið bakinu við tímavinnu í venjulegum skilningi, að nokkru eða nær öllu leyti. 1 stað þess hafa þær tekið upp ýmist hreina ákvæðisvinnu eða þá ábótarvinnu (bon- us-akkord), en með þeirri síðarnefndu er átt við að flokkur manna eða einstakir menn fá ákveðinn umsam- inn tíma til þess að ljúka tilteknu verki. Takist þeim að ljúka verkinu á styttri tíma, fá þeir greidda ábót á tímakaup og er ábótin því meiri sem tíminn er styttri. Vinni þeir hins vegar verkið á sama eða lengri tíma en um var samið, fá þeir aðeins tímakaup. Þessi ábótarvinna skal nú rædd nánar. Þegar henni eða öðrum svipuðum kerfum er beitt, má segja, að menn fái borgað fyrir það sem þeir gera í stað þess að- eins að gera það, sem þeir fá borgað fyrir, og ábótar- vinnan hefur m. a. þann kost, að hún hvetur hvern ein- stakan til þess að hagræða vinnu sinni þannig, að henni verði lokið á sem skemmstum tíma. Vinnuveitandinn er ekki lengur einn um áhugann á auknum afköstum og því meiri árangurs að vænta. Vandinn við ábótarvinnu liggur að sjálfsögðu í því að ákveða sanngjarnan tíma fyrir hvert verk. Það er nefni- lega ekki nóg að mæla þann tíma sem verkin taka, þeg- ar að er komið, heldur verður jafnframt að vinna að þvi að hagræða verkunum á sem beztan hátt, þannig að sá tírni, sem að lokum er samið um, miðist við þau vinnutæki, sem fyrir eru, skynsamlega notkun þeirra og skynsamleg vinnubrögð yfirleitt. Einnig verður að gera öllum ljóst, að komi ný verktækni til sögunnar, þá verður jafnframt að endurskoða áður umsaminn tíma, því sé alls þessa ekki vandlega gætt, er betra heimá setið en af stað farið. Það sem nú hefur verið sagt, er örlítil ábending um,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.