Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 24

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 24
hann fyr og fyr í hádegisstað, seinast í Marts kl. 6. í Apríl og Maí sjest hann enn alla nóttina á vestnrloptinu. í Júní hverfur hann í dagsbjarmanum og er ósýnilegur það sem eptir er árs. Mars, sem er rauðleitur að lit, heldur í Janúar kyrru fyrir hjer- umbil 10° fyrir norðan aðalstjörnuna í Dxamerki, Aldebaran (Uxaaugað), sem einnig er rauð að lit. Síðan færist hann austur á við, gengur 28. Eebrúar 8 0 fyrir sunnan (3 tauri (Dxahornið) og í miðjum Marts inn í Tvíbura; í byrjun Maímánaðar gengur hann fram hjá aðalstjörnum merkis þessa, Castor og Pollux, og fyrir sunnan þær, og síðan inn í Krabbamerki. Fjarlægð Mars frá jörðu er við ársbyrjun 13 mill. mílna; hann fjarlægist svo meir og meir, uns hann í Ndvember gengur bak við sól og er lengst burtu, 50 mill. mílna frá jörðinni. Júpiter kemur upp um náttmál við byrjun ársins. 23. Febrúar er hann gagnvart sói og í hádegisstað um miðnætti, 37° yfir sjóndeildarhring í Keykjavík. Hann er í Marts og Apríl á lopti alla nóttina, gengur við lok Maímánaðar undir kl. 2 á morgn- ana og hverfur sýnum í Júnímánuði. 13. September gengur hann bak við sól, og kemur síðan í Ijós á austurlopti; í miðjum Októ- ber kemur hann upp kl. 4 að morgni, seinast í Nóvember kl. 2 og við árslok um miðnætti. Júpíter er hina fyrstu máuuði ársins á vesturferð í Ljónsmerki og nálgast þá aðalstjörnu merkis þessa, Regulus (Ljónshjartað). Við lok Aprílmánaðar er hann aðeins 2° fyrir austan stjörnu þessa, en svo snýr hann við og fjarlægist hana aptur austur á við. Hina þrjá síðustu mánuði ársins er hann á ferð austur á við í Meyjarmerki. Satúrnus kemur við ársbyrjun upp hálfri stundu fyrir miðjan morgun, en flýtir síðan uppkomu sinni svo að hann seinast í Marts kemur upp um miitnætti. 18. Maí er hann gagnvart sól og hæst á lopti um miðnætti, en hann er þá svo sunnarlega á himni, að hann ekki kemst nema 9° yfir sjóndeildarhring í Reykjavík. í byrjun Júlímánaðar gengnr hann undir um miðnætti og er ósýnilegur um hina næstu mánuði. 25. Nóvember gengur hann bak við sól, og í December fer hann að koma í ljós á austurlopti; við árslok kemur hann upp 3 stundum undan sól. Satúrnus er allt árið að sjá í Sporðdrekamerki; þar er hanu fyrst á ferð r.ustur á við; síðan snýr hann við og er á vesturferð frá því í miðjum Marts og þangað til seinast í Júlí; eptir það snýr hann aptnr austur á leið. I miðjum Marts er hann ekki nema 1° fyrir vestan (3 scorpii (Sporðdrekaaugað). í December er hann kominn austur fyrir stjörnu þessa.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.