Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 46

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 46
l)úlow s/ndi, að hann hafSi hyorttveggja. Hann sá, að þessi millibilsstjórn hlaut aS fá enda, ef þeir ættu nolrkru sinni að’ verða lansir viS Kússa. Þeir yrSu a5 fá n/jan fursta, en móti því spyrndi stjórn Rússlands, og þóttist ekki vera uppnæm, því stórveldasamþykktin frá 1878 kvað svo á, aS þau ættu öll að samþykkja furstaval Búlgara, og Rússland því líka. En við því hafði það eklci búizt, að í Búlgaríu gæti verið sá mað- ur, sem hefði dug og áræði til að virða engu allar þeirra fyrirskipanir og bollaleggingar. En Stambúlow sá, að hjer lá líf þjóðarinnar við, að fá varanlega stjórn, og hann sá það líka, að hann gat óhræddur rifiö í sundur allan þeirra kóngulóarvef, því hin stórveldin mundu aldrei verða á eitt sátt og ekki heldur þola að nokkurt eitt ríki skærist í leikinn upp á sitt eindæmi. Hann rjeð þinginu til að kjósa Ferdínand prinz frá Koburg, þ/zkan mann, og það fór fram 7. júlí 1887. Engum manni kom til hugar að hinn n/i fursti gæti haldizt við í landinu fyrir Rússum stundu lengur, en þar situr hann þó fram á þennan dag. Auðvitað samþykktu stórveldin þetta kjör ekki formlega, en Stambúlow ljet það ekki standa sjer í vegi, nje hitt, að stórveldin send i þanaraS enga opin- bera sendiherra. Honum var nóg, að Búlgaría var frjálsari nú en nokkru sinni, og gat farið öllu sínu fram. Hann var nú ráðaneytisforseti og einvaldur ept- ir sem áSur, og í þau sjö ár, sem hann var í því sæti, gætti ekki annara manna meir í pólitík Evrópu en hans, þegar þeir Bismarck og Krispí eru taldir frá. Ognan- ir Rússa og ertingar Frakka þokuðu honum ekki eitt fet. En EngLt, Itali, Þjóðverja og Tyrki gerði hann sjer að vinum meS því að skara eld að þeirra köku á Balkanskaganum. I stuttu máli: Heimurinn lærði að þekkja og virða land hans og þjóð, sem áður voru varla þekkt, því Búlgarar eru aS tölu aS eins tvær miljónir. Slíkt stórmenni var Stambúlow. Svo mátti kalla, sem Stambúlow væri nú konung- ur Búlgaríu; en hirðsiSi hirti hann lítiS um. Hann hafði allt af sína gömlu bóndasiði, og ekki laust við, að hann þætti nokkuS rustalegur stundum í furstahöll- inni. Sleikjuskap og siöareglur fyrirfólksins fyrirleit hann. (b6)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.