Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Síða 21
kunnar, eða að hún finnist ekki aptur annaðhvort sökum illrar
veðráttu eða af öðrum ástæðum. |>á fyrst er pláneta sett með
númeri á plánetuskrána, er hún hefir verið athuguð svo lengi, að
menn geta reiknað út braut hennar og af því sjeð, að hún sjo í
raun og veru ný. Opt gefnr og sá, er uppgðtvar stjörnuna,
henni sjerstakt nafn. þegar þetta er ritað (Febr. 1900), eru 444
númer á plánetuskránni. Af þessum smáplánetum er einungis
ein, nr. 433 Eros, nokkru nær sólu en Mars, sem sje 29 milj.
mílna, og umferðartími hennar kringum sólina er því líka nokkru
minni en Mars’, sem sje 13/4 ár. Allar hinar liggja millum Mars’
og Júpíters, þar sem meðalfjarlægð þeirra frá sóln er 39 til 85
milj. mílna, og umferðartími þeirra kringum sólina 2.7 til 8.s ár.
Hin minnsta fjarlægð frá sólu, sem nokkur þeirra getur náð, er
31, og hin stærsta 95 milj. mílna. þetta stafar af því, að brautir
þeirra geta verið allmjög aflangar, svo að þær á annan veginn
geta komist töluvert nær sólu, og á hinn veginn töluvert fjær
sólu, en meðalfjarlægð þeirra er. Greinilegast kemur þetta fram
hjá nr. 183 Istría. Hún er meira er helmingi fjær sólu í sólfirð
en í sólnánd, 75 og 36 milj. mílna. Yfirleitt hallast brautir
smáplánetanna ekki mjög á móts við flöt Jarðbrautarinnar;
mestan halla hefir nr. 2 Pallas, 35 stig.
Hinn 1. Janúar 1901, fyrsta daginn á 20. öldinni, geta
smápláneturnar haldið 100 ára afmæli sitt. }>að var sem sje 1.
Janúar 1801, að munkurinn og stjörnufræðingurinn Piazzi í
Palermó uppgötvaði hina fyrstu þeirra. Að kveldi þess dags hafði
hann á stjörnukort markað stjörnu, sem næstu kveld þar á eptir
sást flytja sig meðal hinna annara stjarna. Hann hjelt fyrst,
að þetta væri halalaus halastjarna. En ítrekaðar athuganir
viðvíkandi hraut hennar, og einkum útreikningar þjóðverjans
Gauss, sýndu, að hún hlaut að renna í næstum fullkominni hring-
braut kringnm sólina í 55 milj. mílna fjarlægð frá henni. það
var því pláneta, og Piazzi nefndi hana Ceres eptir ársældargyðju
þeirri, er tignuð var í fornöld, sjerstaklega á Sikiley. Uppgötvan
þessi kom að því leyti ekki svo mjög flatt upp á menD, sem
menn hafði þegar áður grunað, að pláneta hlyti að vera milli Mars’
og Júpíters, af því rúmið milli þeirra væri svo óhæfilega mikið í
hlutfalli við aðrar fjærlægðir. Meiri furðu vakti það, er læknirinn
og stjörnnfræðingurinn Olbers í Brimum árið 1802 uppgötvaði
aðra smáplánetu, Pallas, Hannóveraninn Harding 1804 hina
þriðju, Júnó, og tjeður Olbers 1807 hina fjórðu, Vesta. Mörgum
árum siðar uppgötvaði póstmeistari og stjörnufræðingur Hencke á
Prússlandi 1845 hina fimtu, Astræa, og 1847 hina sjöttu, Hebe,
og nú varð stjörnufræðingunum Ijóst, að til mundu vera margar
smáplánetur, annaðhvort af því, að einhver stærri pláneta heíði
sundrazt, eða af því að efnum þeim, er lágu milli Mars’ og Jú-
píters, hefði ekki tekizt að sameina sig í eina stóra plánetu, þegar
sólkerfið var að myndast. Menn tóku þá a® búa til mjög yfir-
gripsmikil kort yflr dýrahringinn, sem er það belti á stjörnu-
himninum, er smápláneturnar verSa a 4 fara um; og sífian hafa
menn uppgötvaiS smáplánetur á hverju ári, í hyrjuriinni fáar, en
seinna fleiri, 1879 t. d. 20. Arifi 1891 fann Wolf í Heidelberg