Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Page 42
til sín. Daginn eftir (13) fórst Pétur Jónsson, bú-
fræðingur frá Rauf, undir snjóhengju við leitina að
stúlknnni.
Febr. 14. Aðalfundur ábyrgðarfél. þilskipa við Faxaflóa í
Rvík.
— 15. Vörugeymsluhúsið «Grlasgow« á Fjarðaröidu á
Seyðisfirði brann til kaldra kola; litlu bjargað.
— 21 Brann til kaldra kola ibúðarhús Gisla Jónssonar
á Litlaskógssandi á Arskógsstr. Húsið stóð þá mann-
laust.
— 27. Talsverðir jarðskjálftakippir á Suðurlandi, mestur
á Reykjanesi; þar urðu talsverðar skemdir, einkum við
vitann. Kippir þessir fundust norður í Hrútafirði og
víða um Vesturland.
Marz 2. Ibúðarhús sira Arna Bjarnarsonar á Sauðárkrók,
brann með öllu. Fólkið bjargaðist.
— 7. siRiohard Simpson«, enskt botnvörpuskip, strandaði
á Skarðsfjöru i Meðallandi. Menn komust allir af.
— ll.Dorsteinn Arnason, bóndi á Lundi i Fnjóskadal, hrap-
aði til bana austan á Vaðlaheiðí.
— 20. Ibúðarhús Ola Kristjánssunar í Asgarði, nálægt
Þingeyri í Dýrafirði, brann með öllu. Mannskaði
enginn.
— 22. Sigurður Bjarnason, húsmaður i Hnifsdal við ísafj.,
hvarf þaðan, og spurðist ekki framar til hans.
— 28. Þorvaldur Jónsson, læknir á Isafirði, sæmdur
riddarakrossi dbr. orðunnar.
— s. d. Hreppstjórarnir Hallgrimur Jónsson á Miðteigi á
Akranesi og Sighvatur Arnason (alþ.m.) í Eyvindar-
holti sæmdir heiðursmerki dannebr.manna.
— s. d. A Hornsfjöru i Hornafirði rak hval milli 30—
40 áln. iangan.
— s. d. I Giarði suður hvolfdi skipi með 9 mönnum; 5
druknuðu, en 4 bjargað.
— 30. Sagt upp Flensborgarskóla. Luku 3 brottfar-
arprófi.
I þ. m. rak 50 áln. langan hval á Melrakkafjöru í Alfta-
firði. Sænskur maður féll ofan i lest á gufuskipinu
»Barden« á Flateyrarhöfn, og beið bana af. Vigfús
(30)