Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Page 45
Júlí 8. Jón Árnason (smali), vinnumaÖur í Yallanesi,
gamall maður, drekti sér í Lagarfljóti.
— 14. Jón Rasmusson, tómthúsmað'ur i Selárgili í Arn-
arneshreppi í Eyaf., varð bráðkvaddur.
— 23. Einar Einarsson, vinnumaður frá Hemru i Skaft-
ártungu, druknaði í Eldvatninu.
I þ. m. (júlí?). Emhættispróf í lögum tók Jón Hermanns-
, son við háskólann með I. eink.
Agúst 2. Þjóðhátið Reykvíkinga; var fjölmenn.
— 10. Hval 40 álna laugan fundu skipverjar á hákarla-
skipinu »Æskan« nokkrar mílur norður frá Siglufirði,
og fluttu hann inn til Oddeyrar.
— 18. Ibúðarhús Einars hóksala Brynjólfssonar við
Þjórsárhrú hrann til kaldra kola; fólkið bjargaðist og
nokkuð af innanhússmunum.
— 26. Alþingi slitið. Nokkur mikilsvarðandi frv. áður
samþykt
— 30. Ibúðarhús á LitlaskógSsandi á Árskógsstr. brann til
ösku.
— 31. Heiðursgjafir af styrktarsjóði Kr. IX fengu bænd-
urnir Eggert Einarsson á Vaðnesi i Grímsnesi, og
Sæmundur Jónsson, á Minni-Vatnsleysu í Gullbr.sýslu,
140 kr. hvor.
September 24. Vagn Hafliðason, vinnumaður í Siglufirði,
skaut sig til bana.
— 24. Halldór Halldórsson, bóndi á Vatnsleysu í Bisk-
upstungum, hengdi sig (f. 13/9 1831).
— 28. Þorvaldur Thoroddsen sæmdur riddarakrossi dbr.
orðunnar.
I miðjum þ. m. Strandaði við Riftanga á Sléttu enskt
fiskiskip »Columbia<i. Skipverjar (10) komust af.
Októher 3. (aðfaranótt). 2>Engjanes«, botnvörpuskip Vida-
línsfél., strandaði i Grrindavík; menn komust af.
— s. d. »Oceanic«, botnvörpuskip frá Hull, strandaði við
Seltjarnarnes; menn komust af.
— 4.(?) Sveinbjörn Hallgrímsson, giftur maður í Mjóa-
firði, varð úti milli Seyðisfj. og Mjóafjarðar.
— s. d.(?) Sveinn Eiríksson úr Rvík varð úti mil'i Mjóaf.
og Norðfjarðar.
(33)