Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Page 56
— 19. Rússakeisari skipar nefnd til að íhuga útlegðar-
dómana til Siberiu.
— 20. Eldsvoði í Dawson City í Bandarikjunum. Skað-
inn metinn 4 milj. dollara.
— 24. Berklaveikis-læknafundur settur í Berlin. Vinnu-
mannauppþot í Riga; 12 falla, 50 særast.
Júni 1. Sir Alfred Milner og Kriiger forseti koma saman í
Bloemfontein til að ræða um réttindi útlendinga i
Transvaal. Enginn árangur. Marohand major kemur
til Parisar úr Fashodaförinni.
— 2. Spánardrotning tilkynnir þinginu, að Spánn hafi
afsalað Þjóðverjum Karlseyar og þann hluta Ladron-
eyja, sem enn sé undir hendi Spánverja. Ofursti
Du Paty de Clam tekinn höndum i Paris. Esterhazy
játar sig hafa rítað skjalið bordereau í Dreyfusmálinu
eftir áeggjun Sandhers ofursta.
— 3. Ogildingardómurinn franski fellir úr gildi dóminn
yfir Dreyfus 1894, og ákveður að hann skuli færður
fyrir nýan herrétt í Rennes.
— 7. Professor Dewar lýsir að hann hafi uppgötvað, að
gjöra vatnsefnisloft fljótandi. 100 ára afmæli þjóð-
skáldsins Alex. Pusjkin haldið hátiðlegt á öllu Rússlandi.
— 9. Dreyfus stigur á skipið Sfax við Djoflaey, sem
fer með hann til Frakklands.
— 16. Verzluuarsamningur gjörður milli Bandaríkjanna
og Vestur-India. Voðaieg púðursprenging i Caledoníu-
námunum í Canada, 160 menn farast.
Júlí 1. Kapteinn Dreyfus lendir á Frakklandi og fluttur í
hermannafangelsið í Rennes.
— 3. Rússakeisari neitar alþjóðasendinefnd áheyrnar, er
á að flytja honum bænaskrá um, að Finnar haldi rétt-
indum sínum.
Júlí 6. Manntjón af vatnavöxtum i Texas; 300 svert. farast.
— 10. Alþjóðlegt safn af rafmagns-vélum og silki brennur á
ítaliu, og þar með allar menjar eftir Volta, höfund
voltasúlunnar.
— 17. Japan tekur sæti meðal stórveldanna með þvi að
setja rétt, er hafi fult dómsvald yfir öllum útl. í Japan.
(44)