Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Side 89
að hafa jafnmarga menn á skipi, eins og hafðir eru við
l’axaflóa, og að ekki ættu að vera fleiri en 15 menn á
skipi, en svo hefði hver beirra 2 færi eða Vj., færi með
10 önglum á hverju. Við það verður útgjörðin ódýrari
kyrir skipseigendur og aflavonin meiri fyrir hvern einstakan
háseta. Tarist skipið, svo að engin mannhjörg verði, þá
er missirinn af mannalifi voðalegur, þegar 20—24 menn
eru á skipi. En þó hefir það mestar afleiðingar fyrir al-
menning, ef þilskipum fjölgar talsvert enn þá, sem vonandi
er að verði, að of mikið dregst þá af vinnuafli til sjávar-
'us frá sveitabúskapnum, ef því verðnr fram haldið, að
hafa svona marga menn á hverju skipi. Um landbúnað
verður að hugsa jafnframt sjávarútveginum, og ekki gjöra
Ifiik til að skerða hann fram yfir þarfir. Séu 20 menn að
meðaltali á 30 skipum, þá verða samtals 600 menn á þeim,
sn sá hópur ætti að vera nægilegur á 40 skip, þegar 15
menn eru á hverju; á þennan hátt drægist minna af vinnu-
krafti úr sveitunum, og kostnaðurinn yrði minni við út-
gjörðina fyrir skipseigendur, en ekki víst, að aflinn yrði
miklu minni á skipið, ef framan-nefnd aðferð við veiðarnar
væri við höfð.
Kaupgjald skipverja er of hátt við Faxaflóa, einkum
skipstjóra, svo að hætt er við, að skipseigendum verði það
yfir megn, þegar fiskverðið lækkar mjög og afli hregzt. —
Pyrir sveitahændurna er það engu síður óheppilegt.
Landbúnaðurinn getur ekki gefið af sér svc mikið, að
sveitabóndinn geti staðist við að greiða verkamönnum sín-
um kaup jafn-hátt þvi, sem sjómenn fá, einkum hálfdrætt-
ingar á afla-háu skipunum.
Eg get vel unt sjómönnum kaupsins, en gæta verður
að þvi, að jafnvægið haldist milli sjávarútvegsins og land-
1 búnaðarins, og í öðru lagi, að skipaútgjörðin geti vel horið
sig með meðalverði á fiski og meðal-afla. Við afla-hæstu
skipin má ekki miða.
Hér sunnanlands er mikið talað um, að sveitabúskapn-
um standi voði af sjávarútveginum, vegna þess, að hann
dragi til sín vinnuaflið, en meðan þilskipum fjölgar ekki
mikið meira, og verði mönnum fækkað á hverju skipi, þá
held eg, að of mikið sé gjört úr þessari hættu. A 45
C‘"0