Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Síða 103
Munið eftir ennfremur:
að fara vel með hestana, leggið ekki of þungar byrðir
á þá og hlifið fjörhestinum. Látið hestana ekki ganga
berfætta, þegar þeir eru að bera baggana fyrir yður eða
yður sjálfa. Látið hestana ekki ganga á gaddinum langt
fram á vetur án húsaskjóls. Hættið þeim ljóta vana, að
berja >fótastokk« og hnýta hestum í taglið, allra sizt naut-
um. Yenjið hestana á að gangast fyrir góðu, frekar enillu.
Sundleggið ekki hesta í vetrarfrosti, þegar komist verður
hjá þvi. Seljið ekki gamla hesta, sem lengi hafa þjónað
yður, gleymið ekki langri og trúrri þjónustu, þegar þeir
eru orðnir gamlir og þurfa þá hjúkrunar með og vægrar
meðferðar. Horfið ekki aðgjörðarlausir á, að druknir
menn eða illmenni berji hesta sina eða hrúki þá halta og
meidda.
Fóðrið kýrnar vel, svo þær hafi nægilegt fram yfir
sitt eigið liffóður, og geti launað fóðrið með mjólk. Hafið
fjósin loftgóð og björt. Básana slétta og kýrnar hreinar.
Sveltið ekki sauðféð, og fyrir hvern mun forðist hor-
dauða; hann er kvalafullur fyrir skepnuruar, átumein fyrir
efnahag manna og mínkun fyrir þjóðina. Látið sauð-
kindurnar ekki liggja lengi og skjálfa við húsdyrnar í hrið
og vetrarfrosti. Látið fjármanninn fylgja fénu, þegar hag-
skarpt er. Sigið ekki hundum grimdarlega á féð. Klippið
vel fylt fé og rífið ekki ullina af því. Gjörið skepnum,
sem láta lifið fyrir yður, dauðan sem kvalaminstan.
Yirðið eigi lítils trygð hundsins. Iieiðið hann yfir
ár og eggjagrjót. Látið hann ekki vera svangan; gætið
að bænaraugum hans, þegar hann hungraður sér mat. —
Berjið hann ekki; minnist sorgarsvips og óþreyju, þegar
hann getur ekki fundið eiganda sinn.
Berið moð út fyrir snjótitlingana í vetrarharðindum;
þeir syngja fyrir yður á sumrin. Hættið að taka egg frá
smáfuglum og drepið aldrei móður frá ósjálfbjarga ungum.
Tr. G.
(91)