Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Page 104
Ura myndirnar.
Aldamót.
Far vel, þú gamli! leið er ljúka vann,
Þitt Ijósker sloknar, stundaglas út rann.
Hverf í þitt djúp og hafðu þakkir nú,
Hver setti í heimsrás drýgri spor en þú?
Og sjá hinn unga á aldar nýrrar hrún,
Me<5 árdagsstjörnu i hönd; hve skær er hún!
0 mannkyns andi! undra birt þú fjöld,
Og öll til góðs á hinni nýju öld.
Stgr. Th
Aldamótamyndin er eltir frægan danskan málara
H. Schjödte.
* * *
Landsbankahúsið í Iteykjavik stendur við Austur-
stræti að norðanverðu, á horninu við Pósthússtræti. Hann
er úr íslenzku grjóti og hleðslan lögð í steinlim og veggir
allir sléttaðir með því og skift með rákum í ferskeyttar
skákir. Lengd hússins er 32 al., breidd 22, og veggjahæð
15x/2. Húsið er tvíloftað og kjallari undir. I honum er
miðstöðvarhitun og geymsluskápar. Gólfið hefir hankinn
sjáifur, en leigir fyrsta loft undir forngripasafnið. Tryggvi
hankastjóri Grunnarsson gekst fyrir hyggingunni á húsi
þessu (1898—1899) og var það nauðsynjaverk.
* * *
Alþingishúsið var fullgert áður en þing var sett 1881.
Það var gert úr íslenzkum grásteini, en hleðsla öll stein-
límd. Það er tvíloftað. Ofan við gluggana á efra loftinu
eru myndir af hinum fornu landvættum Islands, en um
miðbik hússins og í sömu hæð er innsigli Danakonunga og
við hiiðina á þvi flattur þorskur. Hús þetta er 26 ál. á
breidd og 44 á lengd.
Þar er alþingi háð, þar er bókasafn og skjalasafn
landsins og málverkasafn geymt.
* * *
Dómkirkjan var bygð 1847 úr brendum tigulsteini.
Aðalhúsið er 35'l2 al. á lengd og 21 al. á breidd. Frarn
af því er anddyri 111 /., al. á breidd og 8 á lengd, en aftur
(92)