Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Qupperneq 106
Til Iesendanna.
J?að þótti vel eiga við, að hafa almanakið dálitið
stærra og efnismeira aldamóta-árið en vanalega, án þess þó
að hækka verðið.
Þótt reglngjörð veðdeildar landsbankans sé eigi til
skemtnnar fyrir marga af lesendum almanaksins, þá ímynda
eg mér, að flestum þeim, sem vilja taka lán í veðdeildinni
eðurkaupa bankavaxtabréfin, þyki handhægt, að geta gripið
til reglugjörðarinnar í almanakinu sér til leiðbeiningar. —
Hið sama má segja um efnisyfirlitið yfir næstu 15 árg. af
Þjóðv fél almanakinu, það er eigi skemtilegt, en handhægt,
og ekki ólíklegt, að það verði hvöt fyrir marga, að kaupa
alla árg., og aðra að kaupa þá árg., sem þá kann að vanta,
þegar þeir sjá, hve marghreytt efnið er og sumt fróðlegt.
Til skýrslnanna um sjávarhita og afla á þilskipum
hef eg safnað og samið athugasemdirnar við þær. En
MyncLirnar um ýmsar tekjur og gj'öld landssjóðs og
mentunarkostnað« hefir presturinn sira Olafur Olafsson á
Lundi samið, og ábyrgist að tölurnar séu réttar.
Myndirnar festast betur í minninu, en tölur í töflum.
Þær eru sniðnar eftir myndum í almanakinu 1397 um
annað efni, og sömuleiðis ssýrslurnar um þúfnasléttun bls.
53—55, sem Árni Eiríksson hefir sett saman.
Myndirnar hefðu orðið ásjálegri með litum, en fyrir
fáar myndir varð það of kostnaðarsamt. Tr. G.
Skrítlur.
Dómarinn: »Þvi svararðu ekki, þegar til þín er kallað?<
A. (fyrir rétti, ákærður fyrir flæking): »Fyrirgefið þér,
herra, ég var búinn, að gleyma, hvað ég sagðist heita í gær».
Dómarinn: »Refurðu logið til nafns þíns?«
A : »Nei! ekki gjöri ég það eiginlega, en ég ferðast
eins og konungarnir undir öðru nafni«.
* * *
Dómarinn: »Framburði þinum ber eigi saman við
það, sem meðákærði þinn segir«.
Ákœrði: »Þessu get eg trúað, hann lýgur sjálfsagt
líka«.
(94)