Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Side 108
Um nítjándu öldina.
Miklar eru þær breytingar er orðið hafa i heiminum
á hinni útlíðandi 19. öld; aö visu hafa breytingarnar orðið
mikilfengastar meðal stórþjóðanna, en þær hafa einnig
verið að sínu leyti eigi litlar á hinu fámenna og afskekta
ættlandi voru.
Svo.má heita að um lok 18 aldar væru horfnar hinar
síðustu leyfar af sjálfsforræði því, er landsmenn áður höfðu,
og framan af öldinni virðast menn lítið hafa saknað þess,
en undir miðbik aldarinnar var alþing endurreist og um
sama leyti fór að vakna töluverður áhugi á almennum
málum. Með sveitarstjórnarlögunum og stjórnarskránni hefir
almenningur svo fengið rétt til að ráða miklu um þau.
Framan af öldinni mátti heita, að latinuskólinn væri
hin eina mentastofnun landsins, en um miðbik aldarinnar
var prestaskólmn stofnaður og síðar læknaskólinn; enn
fremur hafa verið settir á fót búnaðarskólar, gagnfræða-
skólar, kvennaskólar og fjöldamargir barnaskólar, en aftur
hefir heimiliskenslan viða farið minkandi á siðasta manns-
aldri. Allan fyrri heiming aldarinnar var að eins ein
prentsmiðja til á landinu, en nú eru þær 8, og það sem
prentað er, biöð og bækur, hefir þó tiltölulega vaxið miklu
meira.
Framan af voru að eins 6 lærðir læknar í landinu, en
nú eru þeir orðnir yfir 40; aftur á móti hefir prestum
fækkað að mun
I byrjun aldarinnar voru engir vegir til, nema götur
þær, er hestarnir tróðu, og að eins tvær eða þrjár ár brú-
aðar; póstskip fór allan fyrri hlut aldarinnar að eins tvis-
ar sinnum á ári miili landa; póstferðir voru þrjár á ári en
burðargjaldið var svo hátt, að þær voru lítið notaðar fyrir
annað en embættisbréf. Nú eru miklar vegabætnr komnar
á öllum alfaraleiðum, brýr eru komnar á margar stórár
landsins og fjöldamargar af hinum smærri; gufuskipaferðir
eru tíðar bæði með ströndum fram og til útlanda og þess
utan 15 landpóstaferðir á ári.
Peningastofnanir voru engar til, og þeir sem peninga
áttu geymdu þá arðlausa, þangað til þeir áttu kost á, að
(96)