Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Side 37
sinum, og sýndi fram á, að ljósið hefur afarmikil hressandi
°g fjörgandi áhrif á meiin og dýr, og hefir ekki lokið þeim
rannsóknum enn.
Hann hefir ennfremur sýnt, að það má takast, að nota
ahrif Ijóssins til að iækna sjúkdóma, með þvi móti að gera
afl þess sem mest, og stefna því öllu á hina sjúku parta.
Enn sem komið er hefir þetta ekki verið notað að ráði
nema við einn sjúkdóm. Hann er kallaður lupus á latínu,
en íslenzkt nafn á hann ekki; það er berklaveiki í skinninu,
sem getnr valdið ógurlegum skemdum og afskræmt sjúkling-
ana, svo að þeir eru hræðilegir ásýndum, þegar hann er á
báu stigi, með stórum fleiðrum, neflausir og varalausir.
Menn höfðu lengi leitast við að lækna þennan sjúkdóm, og
oft og einatt tekist það, en venjulega urðu þá eftir stór ör
til mikilla lýta. Finsen hefir fundið upp að nota ljósið til að
lækna þenuan'ógurlega sjúkdóm, og hefir tekist það svo vel,
að þessi uppgötvun hefir frehmr öllu öðru orðið honnm til
frægðar. Sjúklingarnir læknast og sjást miklu minni — stund-
um engar — menjar sýkinnar á eftir en við aðrar aðferðir.
Aðferð hans er í stuttu máli sú, að rafmagnsljósi er
beint gegnum brennigler á sjúku partana, en til þess að
ljísið hrenni ekki holdið, eru glerin hol og í holinu er blár
rökvi, sem veldur þvi, að bláu geislarnir komast í gegn, en
hinir aðrir, sem mestan hafa hitann, verða eftir. Ljósið verð
ur að skína lengi og oft, og lækningin er því töluvert dýr,
en það hefir líka verið sett á stofn með styrk af almennu
fé og einstakra manna gjöfum stór stofnun, sem Finsen veit-
ir forstöðu og fæst eingöngu við ljóslækningar og rannsóknir
um áhrif ljóssins.
Lessi eru mestu stórvirki hans.
En auk þeirra hefur hann gert ýmsar smátækari upp-
götvanir, sagt fyrir um tilbúning styrkjandi lyfs úr hlóði,
hent á aðferð til að lækna vatnssýki eða halda henni í
skefjum með þvi að neyta svo lítillar vökvunar sem unt er,
°g hefir hann notað þá aðferð við sjálfan sig, og gerst for-
göngumaður að því, að setja á fót stofnun, sem notar þess-
konar lækningaraðferð o. s. frv.
(27)