Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Side 40
þeirn rná finna skemdir á beinum, brot, bólgur og þvi um
likt; ef knlur, högl, hnifsbrot, nálar eða aðrir málmhlntir
sitja í holdinu, þá getur læknir með Röntgens-geislum séð,
hvar hluturinn situr, þó að ekkert finnist til hans að utan.
Röntgens-geislar geta einnig hjálpað lækni til þess, að
glöggva sig á ýmsum innvortis-meinsemdum.
Ymis konar iðnaður getur fært sér Röntgens-geisla i
nyt; með þeim má finna smiðagalla í byssuhlaupnm og
ýmsum öðrum málmhlutum; þeir geta einnig leitt í ljós
svik í ýmsnm varningi. Yfirleitt gera menn sér von um,
að þeir mnni verða til margra hluta nytsamlegir.
Röntgensgeisla-áhöldin kosta 4—600 kr. og enn meir,
ef þau eru vöndnð. Þau eru enn hvergi til hér á landi.
G. B.
Árbók íslands 1900.
a Ýmsir atburðir.
Janúar 1. Byrjaði nýtt blað i Reykjavik: «Frækorn«.—
Útg. og ábyrgðarm. D. Dstlund.
— 11 Jón Guðmundur Oddsson, bóndi i Háholti i önúp-
verjahreppi, varð bráðkvaddur.
— 17. Fimtiu ára minning haldin af nemendum og kenn-
urnm lærða skólans, nt af afhrópun (»Pereati«) dr. Svhj.
Egilssonar 17. jan. 1850.
I þ. m. rak hvalkálf.í eystri Landeyjum.
Febrúar 0. A TJthlíð í Biskupstungum brunnn öll hej'in
hjá öðrum bóndanum, og að miklu hjá hinum.
— 21. Ingimundi dbrm. Eiríkssyni á Rofabæ leyft að bera
heiðursmerki hinnar prússnesku krónuorðn, er hann var
sæmdur af Þýzkalandskeisara.
— 24. Byrjað nýtt blað íReykjavík: »Reykjavík«. Utgef-
Þorv. Þorvarðsson.
I þ. m. Jón nokkur Jónsson frá Valdarási i Víðidal
datt ofan um is á Hrútafirði og druknaði.
Marz 1. Grísli öuðmundsson, hreppstjóri á Bitru í Hraun-
gerðishr., var sæmdur heiðursmerki dbr.manna.
(30)