Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Side 41
Marz 5 Sveinn Dalilhoff, gnllsm. i Rvík, varð hráðkvaddur.
— 11. Ofviðri á Yestfjörðum; skemdir urðu viða á húsum
og bátum. Kirkjan á Eyri í Seyðisfirði færðist úr stað;
þar fauk geymsluhús og fór í spón.
— 15. Fiskiskútu *>Sleipni« rak á land í Njarðvík; menn
komust af. Skipinu var bjargað seinna.
— S. d. Þilskip frá Patreksfirði strandaði milli Hafnar-
fjarðar og Hvassahrauns; menu komust af.
— 19. Veitingahús R,unólfs Halldórssonar á Yopnafirði
brann til kaldra kola; fólkinu bjargað.
— 29. Þýzkt botnvörpuskip, »Friederich«, strandaði í Með-
allandi; skipverjar komust af.
—- 30—31. (nótt). Jón Grunnarsson, kvæntan mann íHafn-
arfirði, tók út af fiskiskipinu »Palmen«, í Reykjanesröst.
í þ. m. Neskotí Hólshreppi í Fljótum brann með öllu,
fólkinu bjargað.
1 þ. m. Magnús Asbjarnarson frá Selfossi tók embættis-
próf i lögum við háskólann með 1. eink. Knud Zimsen
tók próf i mannvirkjafræði.
Apríl 2. Guðmundur Bárðarson, óðalsbóndi á Eyri við
Seyðisfjörð (vestra), varð bráðkvaddur, áttræður.
— 7. Fanst jarðhristingur i R^kjavik.
— 18. Vöruskip »Kamp«, til Ól. Arnasonar kaupmanns á
Stokkseyri, strandaði á Þykkvabæjarfjörum; þrir menn
druknuðu, en 2 menn heldu lífi, mjög meiddir.
— 30. Th. Thorsteinsson kaupm. viðurkendur sænsk-norsk-
ur »vísikonsúll« i Reykjavík.
Maí. Fyrstu daga þ. m. var ofsaveður sunnanlands, svo fiski-
skip hröktust mjög, og eitt þeirra, »Falken«, eign kaupm.
G. Zoega, fórst með 14 manna út i haíi.
— 2. Frá Eiðaskóla útskrifaðir 4 nemendur, 2 með I. og
2 með II. einkunn.
— 4. Þilskipið »Ólafur«, eign Á. kaupm. Isgeirssonar,
brotnaði í spón í Keflavik á Rauðasandi; skipverjar
komust af.
•— 9. Útskrifaðir úr Möðruvallaskóla 16 nemendur, 8 með
I., 6 með II. og 2 með III. einkunn.
(31)