Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Page 54
reyna að miðla málum milli Búa og Breta, en Bretar
neita.
Marz 22. Hörrings-ráðaneytið segir ?f sér í Danmörku.
Apríl 14. Allsherjarsýningin opnuð í Paris.
— 25. Kapteinn Cagni í norðurheimskantsJeiðangri Abruzzu-
hertogans á skipinu Stella Polaris kemst á sleðum á 86°.
83 min. 40 sek. n.hr. (o: 2*/2 mílu lengra en Nansen). —
— 14. læknastúdentar dæmdir í útlegð af Tyrkjasoldáni án
rannsúknar. — Alþjóðafundur nm berklaveiki settur í
Neapel. 1000 fundarmenn.
— 20. Eldsvoði í Ottawa, höfuðborg Kanada. — Sehesteds
ráðaneytið kemst á í Danm. Goos Islandsráðh. —
Borchgrevink, norskur, kemur úi Suðuríshafsför á skip-
inu The Southern Cross til Nýja-Sjálands. Komst á
78. gr. 50 mín. sbr., lengra en nokkuÝ annar. Fann
segulskautið syðra. — Sendinefnd frá Búum á ferð í Ev-
rópu og Ameríku, að leita um milligöngu til friðar.
Eær daufar undirtektir. — Kólera bætist ofan á stöðuga
bungursneyð á Indlandi.
Maí. Uppreist »Hnefamanna« iKína. Norðurálfumenn drepn-
ir. Stórveldin senda herskipaflota til ógnar Kinverjum.
— 11. Oeirðir í Madrid, Barcelona og Sevilla.
Yábrestur í námu í Schofield í Utah í Bandaríkjunum;
yfir 200 menn farast.
— 1. til 15, Iðnaðarsýning í Riga i minning 700 ára afmæl-
is borgarinnar.
Júni 6. Sendiherrar stórveldanna í Kína senda skyldulið
sitt úr Peking vegna ófriðarins.
— 16. Þýzkalandskeisari opnar í Lúbek skurð úr Norðnr-
sjó í Eystrasalt milli ánna Elben og Trave.
— 17. Skotið úr Takuvirkjunum í Kína á flota stórveld-
anna. Virkin skotin niður í grunn.
— 18. Sendiherra '’jóðverja drepinn í Peking.
— 22. Kínverjar skjóta á Tientsin. Rússar og Ameríku-
menn of liðfáir að bjarga borginni.
— 24. Borgin Mainz á Þýzkalandi heldur 500 ira afmæli
Gutenbergr, höfundar prentlistarinnar.
(44)