Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Síða 58
Maí 20. Sendiherrar stórveldanna í Peldng biðja nm her-
lið landa sinna til að halda þar reglu, fá 340 m.
Júní 7. Sendar nýjar hersveitir til Peking. Kinverjar
hafa hrotið upp járnbrautir frá Peking til Tientsin.
Upphlaup í Peking.
— 11. Seymour, enskur sjóliðsforingi, leggur upp með
her stórveldanna frá Tien-tsin. Yerður frá að hverfa
á miðri leið við Langfang fyrir her Kínastjórnar.
Kinverjar skjóta á Tien-tsin, en reknir hurt af Evrópu-
mönnum, sem taka Ta-Ku-vígin þ. 17. Alt í uppnámi í
Peking, brennur og manndráp.
— 19. Kínastjórn lýsir árasina á Ta-Ku vígin friðar-rof,
og skipar sendiherrunum hurt úr Peking innan sólar-
hrings og heitir þeim fylgd og griðum til Tien-tsin. Þeir
óttast svik og viggirða sig.
— 18. Ketteler, þýzki sendiherrann, drepinn. Sezt um sendi
herrana.
Agúst 13. 25000 hermanna stórveldanna, foringi Waldersee
greifi þýzkur, komast til Peking og leysa umsátina. —
Evrópumenn stela, ræna og svívirða i Peking. Kinverja-
stjóru flýr til Si-ngan-fu, 160 mílur frá Peking.
Um sama leyli gjöra Kínverjar óeirðir gegn Rússum
við Amúrfljót. Rússar ráðast á Mantsjúriu og far þar
yfir með háli og brandi og halda Mantsjúríu við árslokin,
en her stórveldanna heldur til Peking.
Lát nokkurra merkismanna.
Henry Coxwell nafnkunnur loftfari 5/r
Manlio Garihaldi (yngsti sonur hetjunnar) ls/i.
John Ruskin, listadómari, stofnari lýðháskóla í Oxford
80 ára "/,.
Greifinn af Teck.
Hertogaekkjan frá Slesvík-Holstein, tengdamóðir Þýzkalands-
keisara.
Ekkjufrú Mac Mahon f. Erakkaforseta 21/2.
Peter Jacoh Joubert hershöfðingi Búa (sjá Almanakið 1901)
i Pretoria, 27/s, 65 ára.
(48)