Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Qupperneq 60
Muravieff, greifi, utanríkisráðherra Rússa f 81/6.
Alfred fursti af Saxen-Koburg-G-otha, annar sonur Yiktoríu
drotningar f sl/7 56 ára.
Steinitz Dr. þýzkur, mesti taflmaður heimsins, f 12/8 54 ára.
Nina Auerhack (ekkja eftir þýzka skáldið Berthold Auer-
hack f 1882) f 29/g 75 ára.
Paul Blanchet franskur iandkannandi f Dakar í Afríku T/10.
Leonid Petrovitsch Walkow, rússn. skáld, herfor., féll i
áhlaupi á Aignu í Mantsjúríu 4/8.
Priederick Max Miiller’próf. nafnk. austurlandamála- og
trúarhragðafræðingur, fædd. á Þýzkal. 1823, á Engl. frá
1846, f ss/]0.
Kurodo Kiotaka, greifi, forseti i ríkisráði Japans, t 8S/8.
Anders Momsen Askevold, norr. málari, úr hóp Tidemanns
t 2S/i0 66 ára.
Martinez de Campos, spænskur herforingi t 25/0 66 ára.
Alhert prinz á Saxlandi t 17/0 25 ára.
Leonhard Blumenthal, greifi og marskálkur nafnkunnur,
herforingi Þjóðverja í styrjöldinni við DaDÍ 1864,
Austurrikismenn 1866ogErakka 1870—71 t 21/]2 90 ára.
Hj Sig.
Ágrip af landshagsskýrslum
árið 1899.
Ef menn alment gerðu sér ijósa grein fyrir því, hve
mikils það er vert fyrir nútið og framtið, að eiga á-
reiðanlegar skýrslur um bag landsins, eignir þess og verzl-
unarviðskifti, þá mundu þeir, sem skýrslurnar semja, leggja
meiri alúð við að hafa þær réttari en þær hafa verið.
Sjálfsagt eru þeir margir, sem semja skýrslur sinar svo
samvizkusamlega sem þeir geta, eftir þvi framtali sem þeim
er fengið, en því sárara er fyrir þá menn að vita, að vand-
virkni þeirra verður að litlum notum vegna þess, að sumir
vanda verk sin lítið. svo að þegar farið er að leggja allar
skýrslurnar saman fyrir heil ömt og landið alt, þá vantar
mikið, á að aðalupphæðirnar séu sannar.
(50)