Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Síða 65
kr. kr. kr. kr.
Kostnaður við aðalp. 8,000 17,220 19,890 23,350
— - aukap. 2,625 7,580 14,310 18,430
Samtals 10,625 24,800 34,200 41,780
Póstáv. frá ísl. til Kh. 196,900 451,235 172,640 453,728
Þessar póstávisanir eru auk þess, sem tilfært er hér
að ofan, að sent hafi verið í landinu með peninga- og
verðbréfum.
Af ofantöldu sést, að á þessum 20 árum hefir tala al-
mennra bréfa áttfaldast, peningasendingar fjórfaldast. —
Póstafgreiðslustaðir hafa fjölgað um fjórða part og bréf-
hirðingarstaðir þvi nær áttfaldast.
8em eðlilegt er, hefir kostnaðnrinn við allar þessar
breytingar meir en ferfaldast, þótt ekki sé haft tillit til
þess, að landið greiðir nú árlega 55,000 kr. til gufuskips-
póstferða, og hefir keypt hús í Reykjavík fyrir nálægt
30,000 kr., sem það leggur til póstafgreiðslu.
í fjárlögunum 1830 var veitt til póstskostnaðar 15,910
kr., en i fjárlögunum 1900 67,700 kr.
Þótt útgjöldin séu mikil við póstflutninga, og beinar
tekjur í móti litlar, þá munu fáir landsmenn vera svo nær-
sýnir, að þeir vil.ji setja allar póstsendingar og samgöngu-
færi i sama ástand, sem það var fyrir 25 árum, til þess
að spara útgjöldin, sem til þess ganga. Það er eigi hægt
að reikna með tölum þann hagnað, sem landsmenn hafa
af því, að geta komið bréfum og sendingum greiðlega og
kostnaðarlítið milli sin, og þær framfarir, sem geta leitt
af þvi, þegar i'ram liða stundir, að menn úr fjarlægum
héruðum landsins eiga kost á að kynnast og iæra hVfcr
af öðrum.
Skynsamlega notuðu fé til samgöngubóta og póstflutn-
inga er vel varið; þar er því fræi sáð, sem einna flest
framfarablóm landsins spretta upp af í framtiðinni.
Sveitarsjóðir og þurfamenn.
Lögboðin skyldugjöld og nauðsynleg er það fé, sem
landsmenn greiða til embættismanna og mentastofnana
(55)