Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Page 90
arlega ekki láandi, þó að þeir gefist npp vi<5 bréfið til
hans Jóns Jónssonar á Hóli.
Aðalkrafan verður að setja sýslunafnið með í utan-
áskrift, þar sem ekki bæjarnafnið eða önnur einkenni taka
af allan vafa. Þó er sýslunafnið eigi alstaðar einhJítt, því
að eigi eru svo fáir bæir samnefndir í sömu sýslunni. —
Eftir Póstsendingabókinni á Isafjarðarsýsla 6 Eyrarnar og
Þingeyjarsýslurnar 8 Hólana, og svo koll af kolli. Bezt er
þvi að setja hreppsnafnið með, því nokkrir hreppar eru
samnefndir á landinu, en eigi innan sömu sýslu. Sveitar-
nafnið er eigi eins gott; bseði er minni festa á þeim
nöfnum og póstmenn þekkja eðlilega ekki sveitanöfn í
fjarska og eiga ekki kost á að leita fræðslu um þau heiti,
en hreppanöfnin hafa þeir. Svo má ekki gleyma þvi, að
sveitaheitin eru samnefnd, t. d. fírðir með sama nafni,
Mjóifjörður og Seyðisfjörður bæði austan lands og vestan.
Það veit þó bréfritarinn, i hverjum fjórðungi móttökumað-
urinn er, og getur bætt orðinu við á bréfið, svo að eigi
vcrði á vilst. Nú er það að þessu góða ráði. að bréfrit-
arar vita þráfaldlega ekkí hreppstiafn viðtakanda —
sýslunafnið gjöri eg þeim rétt öllum að vita — og er þá
auðvitað bót. að sveitarnafninu, sé það rétrt ritað, og dugir
ásamt sýslunafninu. Eins má, ef það er kunnugra, setja
nafn prestakallsins eða sóknarinnar; þau nöfn með sýslu-
heitinu hljóta að duga póstmönnum til réttrar fyrirgreiðslu.
Mergurinn málsins er, að það komist inn i fólk, að greiða
götuna fyrir sinu eigin bréfi með sem fylstri áritun; það
er ofur-útlátalaust; þeir senda eigi hvor um sig svo ýkja-
mörg bréf með póstinum árlega, sem eiga tiltöiulega lang-
flest vanskilabréfin, að það steli miklum tima frá þeim,
að bæta við naÞunu utan á, sem bjargar bréfinu þeirra frá
vanskilum og úr pósteldinum
Þá er hitt atriðið í málinu, að ganga svo frá sjálfu
bréfinu innan í, áð aftur komi, ef illa fer. Bezt af öllu er
að ganga svo frá bréfinu, að alls eigí þurfi að opna það,
eín það er með þvi, að láta umslagið bera það glögglega
með sér, frá hverjum bréfið er. Þelr sem mikið skrifa hafa
(80)