Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Page 97
leyndarmálmn; — en fyrst þér eruð byrjaðir, þá haldið þér
áfram«.
* * *
Kennarinn: »Geturðu sagt mér, hvað 1 og 1 er margt?«
Drengurinn: »Þrir«.
Kennarinn: »Þú ert flón. Hve mikið er þá, þegar
þú og eg stöndum hvor hjá öðrum?«
Drengurinn: »Tvö flón«.
ý * *
Skrifstofuþjónn: »Eg get ekki slcrifað hérna vegna
kulda; mér er svo ískalt á fótunum«.
Húsbóndinn: »Skrifið þér með fótunum ? Eg héltþér
brúkuðuð hendurnar til þess«.
* * *
Leigjandinn: »Þér auglýsið, að útsjónin sé svo ljóm-
andi falleg frá þessum herbergjum, en eg sé ekkert annað
en gamhi og hrörlega húsagarma«.
Húseigandinn: »En gætið þér að: í einu þeirra er
ung ekkja, sú fallegasta sem eg hef sé£l, og hún situr næst,
um alt af út við gluggann«.
^
Þjónninn: Hér er frétta þráðarskeyti, að Agúst bróð-
urson yðar sé dáinn«.
Föðurbróðirinn: »Þaö er hvað eftir öðru; nú vill
hann liklega ofan á alt annað fá peninga hjá mér til að
láta grafa sig fyrir«.
* * *
A. : »Sefurðu, lagsmaður?«
B. : »Þvi spyrðu?«
A.: »Eg vildi vita, hvort nokkuð var eftir i pytlunni
i gærkveldi«.
B: »Eg sef«.
A. : »Slúður, þú ert að tala«.
B. : »Eg tala oft npp úr svefni«.
* * *
Pétu^: »Ætlarðu ekki í kirkju í dag? Það værirétt-
ara en að sitja á »ölknæpu« allan sunmidaginn«.
(87)