Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Page 98
Páll: Nei! eg sit kyr, það er betra að sitja á »knæp-
unni« og hngsa í kirkjn, heldur en að vera í kirkju og hafa
hugann alt af í »knæpunni«.
* * *
TJtanáskrift var á bréfi þannig (næstl. ár):
flíerra Jón Jónsson
í A m e r í k u.
Gróðir menn i Ameríku eru beðnir vinsamlega að
leiðbeina þessu bréfi tit viðtakandac.
Og á gömlu bréfi hefir staðið:
»í'yrverandi beiðursmaður Sigurður Sigurðsson«.
* * *
Sveinn lati var fyrir réttti ákærðnr fyrir þjófnað. Eitt
vitnið ber það, að það hafi séð Svein b 1 a u p a fyrir hús-
horn þá nótt. En þegar Sveinn heyrir það, gellur bann við,
og segir: »Mikil ósköp er á þér maður að segja þetta.
Eg sem aldrei hleyp.
* * *
Jón\ »Nú er hann Bjarni á Selistokkinn til Ameriku,
og hefir arfleitt sveitina að aleigu sinni«.
Hreppstjórinn: »Ætli það sé mikið«.
Jón: »HeiJsulaus kona og 5 börn.
* * *
Bóndinn: »Mér batnar ekkert af þessum meðulum;
getið þér ekki reynt önnur meðul«.
Lœknirinn (með þjósti': »Ætlar nú eggið að fara að
kenna hsenunni. Yeiztu ekl.i, að eg bef lært á tveimur há-
skólum«.
Bóndinn (með hægð): »Eg hef líka át.t kálf, sem saug
tvser kýr, og þó varð ekki annað úr honum en n a u t«.
iLeiðrétting;. Sú skekkja er i töflunni neðan til á
58. bls. í síðasta árg. þessa almanaks, að töluröðin aftur
undan »Hvarf« átti ekki að vera 3. lina að neðan, heldur
neðst.
(88)