Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 6
j í yzta dálki til hsegri handar stendur hið foma íslenzka tímatal;
eptir f>ví er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga umfram,
sem ávalt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í þvf er aukið viku
5. eða 6. hvert ár í nýja stll; það heitir sumarauki eða lagningarvika.
Árið 1922 er sunnudagsbókstafur: A. — Gyllinital: 4.
Milli jóla og langaföstu eru 9 vikur.
Lengstur dagur í Reykjavík 20 st. 56 m., skemstur 3 st. 58 m.
MYRKVAR 1922.
1. Hringmyndaður sólmyrkvi 28. Marts, sjest ekki á
íslandi, Hann sjest sem deildarmyrkvi í austasta hlutanum af
Kvrrahafinu, f Miðameríku; Flórída, Suðurameríku (nema í syðsta
hlutanum), Atiantshafinu, Afríku (nema í syðsta hlutanum), Evrópu
(nema í nyrzta hlutanum), og í vestasta hlutanum af Asíu og Ind-
landshafinu. Hann er hringmyndaður í mjóu beiti, sem liggur yíir
norðurhluta. Suðurameríku, Atlantshafið, norðurhluta Afríku og
Arabíu.
2. Almyrkvi á sólu 21. September, sjest ekki á íslandi.
Hann sjest sem deildarmyrkvi f austasta hlutanum af Afrfku, í
Arabíu, svðsta hiutanum af Asíu, Indlandshafinu, Ástralíu og suð-
vestasta hlutanum af Kyrrahafinu. Hann er almyrkvi í mjóu belti,
sem hefst í Afríku, liggur yfir Indlandshafið og Ástralfu og endar í
Kyrrahafinu.
I