Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 23
Mars er I ársbyrjun f Meyjarmerki og reikar austur á bóginn
gegnum Metaskálamerki, Sporðdrekamerki og Höggormshaldarann
inn í Skotmannsmerki, þar sem hann snýr við í byrjun Maímán-
aðar. Hann gengur nú vestur á bóginn tilbaka gegnum Höggorms-
haldarann og inn í Sporðdrekamerki, þar sem hann um miðjan
Júlí aítur snýr við og reikar svo, stöðugt austur á bóginn, gegnum
Höggormshaldarann, Skotmannsmerki og Steingeitarmerki inn í
Vatnsberamerki og þar er hann 1 árslokin. 10. Júni er Mars gegnt
sólu. Hann er í hádegisstað (suðri): f ársbyrjun kl. 8 f. m.,, í
byrjim Aprflm. kl. 5 f. m., í byrjun Júní kl: 1 f. m., í byrjun
September kl. 7 e. m. og í árslokin kl. 5 e. m.
Júpíter er f ársbyrjun f Meyjarmerki og færist fyrst austur
á við. I byrjun Febrúar snýr hann við og reikar vestur á
bóginn þangað til £ byrjun Júní, en eptir það austur á bóginn
gegnum Meyjarmerki og inn í Metaskálamerki, og þar er hann í
%rslokin. 4. Apríl er Júpíter gegnt sólu. Hann er f hádegisstað
(suðri); í ársbyrjun kl. 7 f. m., í byrjun Marts kl. 3 f. m., í byrjun
Júní kl. 8 e. m., í byrjun September kl. 3 e. m. og í ársiokin
kl. 9 f. m.
Satúrnus heldur sig allan árshringinn i Meyjarmerki, reikar fyrst
austur á bóginn, en frá þvf um miðjan Janúar og fram í byrjun
Júní vestur á bóginn og úr því fram í árslokin austur á bóginn.
25. Marts er Satúmus gegnt sólu. Hann er í hádegisstað (suðri):
í ársbyrjun kl. 6 f. m., 1 byrjun Marts. kl. 2 f. m., í byrjun Maf kl.
10 e. m., f byrjun Júlí kl. 6 e. m., í lok Október kl. 11 f. m. og í
árslokin kl. 7 f. m.
Uranus og Neptúnus sjást ekki með berum augum. Úranus
heldur sig allan árshringinn f Vatnsberamerki. Hann er 4. Sept-
ember gegnt sólu og er þá um miðnæturskeið f hádegisstað 18 stig
fyrir ofan sjóndeiidarhring Reykjavíkur. Neptúnus heldur sig allan
árshringinn f Krabbamerki, er 4. Febrúar gegnt sólu, og er þá um
miðnæturskeið í hádegisstað 42 stig fyrir ofan sjóndeildarhringinn.