Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 35
Cíerliart Hanptrnann.1)
1912 varð Gerhart Hauptmann, frægasta nútíðar-
skáld Þjóðverja, fimmtugur. Sama ár fékk hann Nó-
belsverðiaunin og sama ár var hann gerður að heið-
ursdoktor í heimspeki við háskólann i Leipzig.
Stundaði eg pá nám þar, en er athöfn þessi fór fram,
Varð eg að sitja í tíma hjá kennara mínum, hinum
Viðfræga- málfræðingi Sievers, og þylja fornháþýzkt
kvæði um Drottinn, er hefði selt sankti Pétri mikil
Völd í hendur —; við stúdentarnir litum þannig á,
að misjafnlega væri nú litið á skáldskapargildi Haupt-
tnann’s. En er tíma var lokið þyrptumst við út í
anddyrið til þess þó að fá að sjá Hauptmann, er
hann gengi út. Og ekki leið á löngu unz Hauptmann
kom, fölur og alvarlegur, en brosti góðlátlega, er
^túdentarnir heilsuðu honum. Yfir honum hvíldi
olympsk ró, eins og allur gauragangurinn og virð-
ingarmerkin hefðu engin áhrif á hann. Enginn skyldi
ætla, að þessi maður hefði gerzt brautryðjandi nýrrar
stefnu á Þýzkalandi, raunhyggjunnar, og að hann
hefði staðið fremstur í fjdkingarbroddi, er tveim
ólikum skoðunum lenti saman og óveður það, er
ætíð fylgir nýjum tíma, skall á. Nú hafði storminn
lægt fyrir löngu og Hauptmann hafði borið sigur úr
býtum; einn helzti háskóli Pýzkalands sýndi honum
‘þá mestu virðingu, er honum var unt.
Raunhyggjan átti upptök sín í Frakklandi; Balzac,
Plaubert, bræðurnir Goncourt, Zola — allir héldu
þeir því fram, að lyndiseinkunn og líf hvers einstak-
lings orsakaðist af erfðalögmáli og umhverfi (milieu);
skáldunum bæri því að taka hæfilegt tillit til þessa
‘) Greinar þessar um Hauptmann og Maeterlinck styðjast að all-
^iklu lovti við hið merka rit Alb. Soergel's: Dichtung und Dichter
Zeit, er nýlega er út komið (Leipzig, R. Voigtliinder).
(i)
1