Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 40
ustu sinni Idu, góðri og ásíríkri stúlku; föðurinn ber
að garði um líkt leyti og virðast nú sættir ætla að
komast á og jólahátíðin verða haldin í friði og spekt,
en ólund liins bróðursins og sundurþykkja fjölskyld-
unnar brýzt út á ný og alt virðist ætla að fara út
um þúfur. Eina vonin er, að ást Idu geti bjargað
Wilhelm. Hauptmann var í riti þessu að rannsaka
erfðalögmál og viijafrelsi; kveður hann ekki upp úr
með neinn úrskurð, heldur fer að líkt og lifeðlis-
fræðingur, er lætur sér nægja að rannsaka hlutina
eins og þeir eru og sýna óvéfengjanlegan sannleika.
í »Einsame Menschen« sýnir Hauptmann ungt heim-
ili, þar sem er nýfætt barn. Faðirinn dr. Johs. Vocke-
radt er að semja heimspekisrit og kvartar undan því,
að sínir nánustu hafi engan skilning á störfum sín-
um. Pá ber þar að af tilviljun rússneskan kvenstú-
dent og dvelst hún um hríð á heimilinu; þau hafa
sameiginleg áhugamál, hún og heimilisfaðirinn, og hún
skilur óskir hans og eðli. Hann er veiklundaður og
tilfinninganæmur og mjög viðkvæmur; raunar er kona
hans svipuð honum að þessu leyti og ætti sambúð
þeirra því að geta orðið hin bezta, einkum er hann
lætur skíra barn sitt, foreldrum sínum til geðs, þó
að hann sé sjálfur orðinn afhuga kristinni trú. En
þau hafa engin sameiginleg áhugamál, hjónin, og
sambúð þeirra verður því köld. Samúðin með rúss-
neska kvenstúdentinum verður að ást, og er hann eftir
ráði foreldranna lætur hana fara burt af heimilinu,
finst honum hann vera svo einmana, að hann getur
ekki lifað lengur og drekkir sér. Viðkvæmur haust-
blær hvílir yfir öllum athöfnum ritsins; það er tími
vínuppskerunnar, dagarnir styttast og næturnar verða
lengri. Einkunnarorð leikritsins eru: eg legg leikrit
þetta i hendur þeirra, er liafa lifað það.
í engu leikriti Hauptmanns kennir þó eins sam-
úðarinnar með aumingjum mannlífsins eins og í
leikriti hans »Die \Veber« (Vefararnir, ritað á mállýzku,
(6)