Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 52
eða Maupassant, er notaði ýms æsingameðöl eins og
æther og kokain til þess að kanna sjálfur undirdjúp
tilfinningalífsins.
Hugsunarháttur pessara skálda var allur annar en
raunhyggju-skáldanna, er höfðu samúð með smæl-
ingjum mannlifsins og mátu meira líf afbrotamanns
meðal lægstu stéttanna en t. d. líf Hamlets. Pessi
nýju skáld vildu sjálf njóta þæginda lífsins, reyndu
að búa eins skrautlega og þeim var unt; söfnuðu að
sér ýmsum listamunum víðsvegar utan úr heimi, alt
saman til þess að halda hátíð fyrir sínar viðkvæmu
taugar; því að tilfinningar þeirra áttu að vera fin-
gerðari og viðkvæmari en venjulegt er; þeir þóttust
bæði sjá og heyra liti, heyra og sjá tóna. Kemur
þetta grenilega í ljós hjá Huysmans í »Á rebours*,
er hann lýsir manni einum, er býr í turni; þar er
salurinn útbúinn eins og skipskáeta. Par hefir hann
búið sér munkaklefa með snapsorgeli. Pví að þegar
hann bragðar á Curacaolíkör er sem hann heyri kla-
rinettutóna, brennivin gefur óbó-tóna, anisette flautu-
tóna, kirsuberjavín lúðurhljóma; og ef hann bragðar
sinn sopann af hverri víntegund er sem hann heyri
heilt orkester.
Pessir nýju menn lögðu alla alúð við orðsins snild
og búning hugsana sinna og má telja ítalska skáldið
D’Annunzio einn af mestu snillingum málfegurðar
og hreimfalls. Málið verður eins og tákn, ímynd ein-
hvers heilags hlutar, er hægt er að særa og snerta
verður á með fíngerðum höndum. Sést þetta bezt á
því hvað þýzka skáldkonan Alberta v. Puttkamer
segir um D’Annnunzio og mál hans: Mál hans segir
ekkí aðeins frá, talar ekki aðeins, heldur er það söng-
list, málaralist, myndhöggvaralist, já, byggingalist í
einni og sömu mynd. Mál hans syngur lofsöngva og
Ijóðaljóð, samhljómar og kóralar óma úr orðum
hans, mál hans kveinar sem væri það mjúkir fiðlu-
strengir, þrumar eins og básúna. ómar blítt eins og
(18)