Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 54
þess að guð sýni sig í liíi okkar; kemur hann aldrei
til okkar, þar sem við sitjum við kyrlátan lampa
okkar? Er ekki einmitt kyrðin hið hræðilegasta, ef
við hugsum um pað? Sjáum við tilgang lífsins í upp-
reistinni eða í kyrðinni? Byrjar ekki lifið í raun og
veru par sem sú venjulega skáldsaga endar ogsegir:
Og þau urðu hamingjusöm? Eru ekki alvarlegri hlut-
ir og varanlegri afráðnir á kyrlátu augnabliki heldur
en í æsingu? Verður maður pá ekki einmitt var við
fótatak tímans og er slíkt augnablik ekki afleiðinga-
rikara en venjulegt rýtingsmorð leikrita? Nær líf
tnitt fyrst hámarki sínu, ef ég stend fyrir framan
nakið sverð, er veitt er að mér og ég flý? Eða prosk-
ast sál okkar eingöngu á óveðursnóttum?« Maeter-
linck svarar pessum spurningum og segir, að fyrri
tíma leikritaskáldum hafi skjátlast. Raunar ber, segir
Maeterlinck, að greiða i sundur flækju nútíðarlífsins
Og lýsa atburðum þeim og einkennum, er orsaka Iíf-
íö i ýmsum myndum pess; raunar eru pað sömu
öHin, sem eru að starfi, nfl. ástríðurnar og tilfinning-
ar tnannanna, hvort sem nefnd er ást, hatur, öfund,
ágirnd, afbrýðissemi, réttlætistilfinning, eigingirni,
dramb, hégómagirnd o. s. frv., en pessir eiginleikar
mannanna, útlit þeirra, umfang og áhrif eru orðin
önnur. Hið gamla skraut er horfið; óp og vein,
blóðsúthellingar og tár eru horfin. Rómeó og Júlía
■eru óhugsanleg nú í leikritum. Ekki er heldur barist
’i götum úti i leikritum, skrautlegt umhverfi er horf-
ið, lán og ólán mannanna er útkljáð í litlu herbergi,
við litið borð eða í ofnkróknum. Ytra skraut lífsins
er horfið, en hið innra gildi pess hefir vaxið að
sama skapi. Og petta vita málararnir og söngskáldin.
Góður málari málar ekki lengur morð hertogans
af Guise eða sigur Maríusar yfir Cimbrum. Pví
að sálarfræði sigursins og morðsins er eitt af pví
óvanalega, undantekning frá reglunni, og »hávað-
Snn, sem fylgir einhverri j'tri athöfn, kæfir um
(20)