Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 59
ina þangað sem fótatökin heyrðust. Nú eru fótatökin
undir þeim; það eru bylgjur hafsins, og drukna
þeir þar.
»Inni fyrir« sýnir garð einn; þar standa öldungur
og ókunnur maður undir þéttum linditrjám og eru
að tala saman. Baka til sjá þeir hús og eru glugg-
arnir uppljómaðir; alstaðar er friður og ró. Par
situr faðirinn inni, rólegur við ofninn, en móðirin
horfir hugsandi út í auðnina; kollurinn á yngsta
barninu hallast á vinstri handlegg hennar, en báðar
hálfvöxnu stúlkurnar eru að sauma og dreyma um
lífið. Pær taka utan um mömmu sína; sú eldri
strýkur lokkana á barninu, fylgir pendúlhreyfingum
veggúrsins eftir með augunum; ekkert þeirra grunar,
að þarna fyrir utan standi þessi öldungur, sem veit
ekki vel, hvernig hann á að fara að því að segja
þeim frá, að þessi ókunni maður hafi dregið dóttur
þeirra dauða upp úr fljótinu. »Eg veit ekki«, segir
öldungurinn, »hvers vegna mér virðist alt, sem þau
gera, vera svo undarlegt’ og alvarlegt«, — — »þau
búast bersýnilega í skini lampans við nóttunni eins
og við mundum hafa gert; og þó er mér sem eg líti
ofan af hæðum annars heims á þau, af því að eg
þekki einn lítinn sannleika, sem þau þekkja ekki —«,
»þau halda bersýnilega, að ekkert geti komið fyrir
þau, af því að dyrnar eru lokaðar og þau vita ekki,
að altaf verður eitthvað til í sálunum og að heim-
urinn er ekki á enda við húsdyrnar. Pau eru svo
örugg í sínu vesæla lifi og hafa engan grun um, að
aðrir viti meira um það, og að eg, vesæll gamall
maður, stend hér tvö skref fyrir utan dyr þeirra og
held öllu lifsláni þeirra í mínum visnu höndum
eins og á veikum smáfugli og þori ekki að opna
hendurnar«. Gamla manninn hryllir við því að
standa fyrir framan þetta friðsama, kyrláta hús, og
þorir að eins óljóst að ympra á, hvað hafi valdið
því, að stúlkan leitaði sjálf dauðans; því að enginn.
(25)