Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 60
■veit það með vissu: »Hvað veit maður j’firleitt? —
Hún var máske ein af þeim, sem yfirleitt ekki vilja
mæla, — og hver og einn hefir i sjálfu sér meira en
eina ástæðu til þess að vilja ekki lifa. f*að er ekki
hægt að horfa inn í sálina, eins og menn horfa inn i
þetta herbergi.------Þannig var um hina dánu: Hún
mundi hafa lifað áfrain eins og hinar lifa. Hún mundi
hafa sagt til dauða síns: í dag mun rigna um há-
degisbilið, eða: við ætlum að fara að borða morgun-
■verð. Pær tala brosandi um blóm, er hnigu til jarðar,
•en í rökkrinu gráta þær------
Pessi sömu einkenni Maeterlincks koma viða fram
i leikritum hans. Alstaðar eru samtölin svipuð, al-
-staðar þessar einföldu, frumlegu setningar, sem eru
endurteknar að nokkru leyti af annari persónu; alt-
=af Iiggur eitthvað fólgið á bak við. Ýmislegt er þar
dulrænt, ýmislegt lítt skiljanlegt, altaf eitthvað, sem
æsir taugarnar og vekur geðshræringu manna. Al-
' staðar menn og manneskjur, er standa einar sér, yfir-
.gefnar; venjulegast einhverjir fyrirboðar þess, er
verða mun. Maeterlinck heflr -raunar síðar breytt
skoðun sinni á eðli leikrita og hefir haft þau orð
um fyrri Ieikrit sín, að í þeim væru viðkvæmar,
titrandi, dáðlausar, dreymandi verur, er stæðu eitt
augnablik á gjárbarmi lífsins og grétu. Hann hefir
haldið því fram, að unt væri að skapa leikrit kyrð-
arinnar, gera leikhús friðarins, gæfunnar og fegurð-
arinnar án tára. Leikrit hans »Aglavaine og Selisette«,
»Systir Beatrix«, »Bláskeggur og Ariane«, »Monna
ATanna«, »Joyzelle« o. fl. hafa verið tilraunir í þessa
átt. Framtíðarmaðurinn á ekki að þekkja til ástríðna
og sorgarleikir ekki lengur að vera til, en allvafasamt
raá telja, að slíkar framtíðarspár muni nokkru sinni
rætast.
Maeterlinck hefir haft viðtæk áhrif á bókmentir
samtíðar sinnar, enda hefir hann hlotið viðurkenn-
(26)