Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 63
nú Foch á hans fund, og skipaðist hinn þegar nokk-
uð við samræður þeirra; bað svo um bækurnar, er
misklíðinni höfðu valdið. í formála síðara bindis
varð honum starsýnt á orðin: In memoriam! In spem!
(þ. e. minnumst og vonum!), og er liann hafði lokið
lestrin'um að nokkrum vikum liðnum, skifti það
engum togum, að Foch var skipaður forstjóri skól-
ans. Hefir þessa menn væntanlega hvorugan grunað
þá, að svo sem 10 árum siðar ætti það f^'rir þeim
að liggja að hittast í Académie Franfaise, hinu merka
mentamannafélagi, báðir skýlaust taldir mestu og
beztu menn ættjarðarinnar. En forsætisráðherrann
var enginn annar en Clemenceau.
Árið 1913 í ágústmánuði var Foch skipaður yflr-
foringi 20. hersveitarinnar í Nancy, en tæpu ári síðar
skall á ófriðurinn mikli. Hann kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti og áttu Frakkar sízt von á, að svo
bráðan bæri að. Var Foch þá staddur á orlofsferð i
Bretagne, en var þegar kvaddur til vígstöðvanna.
Lauk þeirri viðureign svo, sem kunnugt má vera, aö
Frakkar hrundu fyrsta áhlaupi Pjóðverja (hjá Marne)
af höndum sér og á 5. ófriðarárinu höfðu þeir ger-
sigrað þá. Skárust þar ýmsir í leikinn á báða bóga.
Svo telja Frakkar sjálfir, að árið 1917 hafi verið einna
iskyggilegasta ár ófriðarins, en árinu áður átti Foch
að hverfa úr herþjónustu fyrir aldurs sakir, þvi að
þá var hann 65 ára gamall. Nú var það hvorttveggja,
að Frökkum var hraustra og viturra manna vant og
að engum blandaðist hugur um það, að Foch væri
einhver ágætasti herforingi þeirra. Pað ræður því að
líkindum, að þar hafi nauðsyn brotið lög, er hann
hélt áfram starfi sínu með hernum, eins og ekkert
hefði í skorist. Kom nú Frökkum og bandmönnum
þeirra saman um, að lífsnauðsyn væri á, að sameina
alla heri þeirra undir forustu eins manns og kom þar
í aprílmánuði 1918, að Foch var falið þetta vanda-
verk; tók hann þá við yfirstjórn alls Bandamanna-
(29)