Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 71
Gunnarsson verzlunarm., en verðlaun fyrir fegurð-
arglímu fékk Porgils Guðmundsson frá Valdastöð-
um í Kjós.
Júní 26. Aðalfundur Eimskipafélags íslands í Rvik. —
S. d. flaug flugvéiin í Rvík í fyrsta sinn pað ár.
Flugmaður ungur Vestur-íslendingur, Frank Frede-
ricksson, lautinant úr enska flugliðinu og iþrótta-
maður mikill. Stundaði hann flug liér lengi um
sumarið. Vélarmaður var Turton, sergeant úr
enska hernum. Reir komu báðir frá Englandi um
vorið, Frank 20. maí og Turton nokkru seinna,
og fóru báðir heim til sín um haustið, 10. sept.,
Turton til Englands og Frank til Winnipeg.
— 28. Prestastefna hófst í Rvík.
— 29. Stórstúkuþing Goodtemplara í Rvík.
Júli 1. Gekk ný áfengisreglugerð í gildi. Sett af land-
lækni.
— 20. Stofnað samvinnufélagið Sláturfélag Borg-
fírðinga i Borgarnesi. Formaður Sig. P. Runólfs-
son framkvæmdarstjóri.
— 25. íþróttamót að Pjórsártúni í Árnesssýslu. Kept
var í langstökki og þrístökki, 800 og 100 metra
hlaupi.
í þ. m. bauð danska stjórnin tveimur mönnum
sem fulltrúum fyrir íslands hönd við hátiða-
höldin suður-józku, og voru valdir til fararinnar
þeir forseti alþingis Jóhannes Jóhannesson bæjar-
fógeti í Rvík, af hendi islenzku stjórnarinnar, og
Porsteinn Gislason skáld og ritstjóri i Rvík, af hendi
ísl. blaðamanna. Suðurjózku lögin voru undirskrif-
uð af konungi í Amalíuborg i Khöfn 9. júlí, en
hátiðin stóð 10.—12. júlí. — í þ. m. hélt dansk-is-
lenzka lögjafnaðarnefndin fundi sína í Rvík. Af
hálfu Dana voru þeir Borgbjerg ritstjóri, formaður
danska hlutans, Erik Arup dr. phil. og Oluf Kragh
rcktor. Ritari hlutans var sem áður Magnús Jóns-
son lögfræðingur, sem nú er orðinn prófessor í
(37)