Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 74
lykkjum við, svo að kippa mætti hæglegar tðppun-
um úr. Átti skipið að fara til Vesturlands með
vörur; voru pær mjög oftaldar á vöruskrám og
grjót og rusl í vöruumbúðunum sumum. Voru bæði
vörur og skip mjög hátt vátrygt. Játuðu þeir sig
allir seka. Hæstaréttardómur féll í janúar árið
eftir og var eigandi bátsins dæmdur í 2 ára, skip-
stjórinn í 3 ára og bróðir hans í 2'/» árs betrunar-
húss-vinnu.
Nóv. 19. 150 ára afmæli Bertels Thorvaldsens.
— 20. Afhjúpuð standmynd Porfinns karlsefnis í Fila-
delfíuborg. Standmyndin eftir Einar Jónsson.
í p. m. urðu símabilanir talsverðar i afspyrnu-
veðri. Um 7. p. m. slitnaði síminn báðum megin
við Hólmavik, og pá brotnuðu og allmargir staurar
í Bitrufirði. — í p. m. fór fram rottueyðing i
Rvík. Var fenginn danskur rottueyðingarmaður
frá Khöfn, Knudsen að nafni, til að vera forstjóri
hennar. — í des. fór fram rottueyðing í Hafnar-
firði.
Des. 1. Manntal um alt land. íbúar hátt á 95. þús.,
par af í Rvík 17,420.
— 12. Fór fram kappglíma í Iðnaðarmannahúsinu í
Rvík milli félaganna Ármanns í Rvík og Harðar
af Akranesi. 7 glímdu úr hvoru félaginu. Hörður
hafði 25 vinninga og Ármann 21, en glímumönn-
um voru gefnar einkunnir eftir hverja glímu, og
samkvæmt þeim útreikningi fékk Ármann 226 stig
en Hörður 208, og dómnefndin dæmdi Ármanni
pví vinninginn.
í p. m. kom út fyrsta rit Listvinafélags íslands.
Pess gleymdist að geta í árbókinni 1919, að á pví
ári var sett á stofn fyrsta prentmyndasmiðja á ís-
landi, Ólafs Jónssonar Hvanndals í Rvík. Tók til
starfa 1. október.
(40)