Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 76
varningi, sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu
af. — Stjórnarskrá konungsríkisins íslands. — Lög
um eftirlit með útlendingum. — Lög um þing-
mannakosning í Rvík. — Lög um breyting á lög-
um nr. 28, 3. nóv. 1915, um kosningar til alþingis.
— Lög um kenslu í mótorvélfræði. — Lög um
breyting á lögum nr. 64, 14. nóv. 1917, um laun
hreppstjóra og aukatekjur m. m. — Lög um breyt-
ing á lögum nr. 88, 14. nóv. 1917, um notkun bif-
reiða. — Lög um ráðstafanir á gullforða íslands-
banka og um heimild fyrir ríkisstjórnina til að
banna útflutning á gulli. — Lög um að leggjajarð-
irnar Kjarna og Hamra í Hrafnagilshreppi undir
lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Akureyrar. — Lög
um gjöld til holræsa og gangstétta í kaupstöðum,
öðrum en Reykjavik og Akureyri. — Lög um breyt-
ing á póstlögum nr. 43, 16. nóv. 1907. — Lög um
löggilding verzlunarstaða í Valþjófsdal í Mosvalla-
hreppi og á Lambe^uú við Tálknafjörð.
Maí 31. Bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkisstjórnina
til að taka í sínar hendur alla sölu á hrossum til
útlanda, svo og útflutning þeirra.
Júlí 5. Konungsúrskurður um konungsfánann.
Ágúst 16 Bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkis-
stjórnina að leyfa íslandsbanka að gefa út alt að
12 miljónum króna í seðlum, án aukningar á
málmforðatryggingu þeirri, sem hann nú hefir.
Nóv. 26. Bráðabirgðalög um friðun rjúpna.
— 27. Konungleg auglýsing um að ríkisstjórn skuli
falin á hendur rikisarfa í fjærvist konungs.
Des. 21. Konungleg auglýsing um að konungur sé
kominn heim aftur og tekinn við ríkisstjórn.
Viðbótarsamnina um póstsambandið milli ís-
lands og Danmerkur komu póststjórnirnar á
ísl. og í Danm. sér saman um (í Khöfn 19. júní
og í Rvík 26. júní), að fengnu umboði, og komst
hann í gildi 1. júlí.
(42)