Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 79
Sept. 15. Síra Asgeir Ásgeirsson í Hvammi í Hvamms-
sveit var skipaður prófastur í Dalaprófastsdæmi. —
S. d. var Páll kennari Zóphóníasson á Hvann-
eyri skipaður skólastjóri á Hólum, Páll kennari
Jónsson skipaður 1. kennari á Hvanneyri, Gunn-
laugur kennari Björnsson settur 2. kennari á Hól-
um og Pórir búfræðiskandidat Guðmundsson sett-
ur 2. kennari á Hvanneyri.
— 21. Skipaðir í verðlagsnefnd fyrir Rvík, þeir Björn
hæstaréttarritari Pórðarson formaður nefndarinn-
ar, Björn Sigurðsson fyrv. bankastjóri, Geir Sig-
urðsson skipstjóri, Guðjón Guðlaugsson alþm. og
Héðinn Valdimarsson skrifstofustjóri.
— 27. Júlíus Havsteen cand. juris skipaður sýslu-
maður í Pingeyjarsýslu.
Okt. 4. Fól konungurinn forsætisráðherra að veita
forstöðu fjármáladeild stjórnarráðsins, á meðan
fjármálaráðherra var í embættisferð til Khafnar.
— 13. Gísli fulltrúi ísleifsson var skipaður skrifstofu-
stjóri í fjármáladeild stjórnarráðsins. — S. d. var
settur héraðslæknir í Hólshéraði i N.-ísafj.s. Hall-
dór Kristinsson, skipaður þar héraðslæknir.
— 21. Fékk ungfrú Inga Magnúsdóttir löggildingu
stjórnarráðsins sem dómtúlkur og skjalþýðandi í
Rvík við þýðingar úr og á dönsku og ensku.
í þ. m. var dr. Ólafur Dan Daníelsson skipaður
adjunkt við mentaskólann, dr. Helga Jónssyni veitt
staða dr. Ólafs við kennaraskólann og mag. art.
Jakob Jóhannessyni Smára íslenzkukennarastaða
við mentaskólann, í stað Pálma heitins Pálssonar.
Nóv. 15. Eiríki Briem framkvæmdarstjóra Söfnunar-
sjóðs íslands veitt lausn. — S. d. var bankaritari
Vilhjálmur Briem settur framkv.stj. sjóðsins.
— 23. Jón Magnússon settur yfiríiskimatsmaður í Rvik,
var skipaður i þá stöðu.
— 26. Guðmundi Eggerz sýslumanni í Árnesssýslu
veitt lausn frá 1. des. að telja, með eftirlaunum.
(45)