Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 80
Nóv 29. Steindór Gunnlaugsson cand. juris, aðstoöar-
maður í stjórnarráðinu, var settur sýslumaður í
Árnesssýslu.
Des. 2. Jón kaupmaður Proppé í Ólafsvík, settur um-
boðsmaður Arnarstapa-, Skógarstrandar- og Hall-
bjarnareyrarumboðs, var skipaður i pá stöðu. —
S. d. ákvað atvinnu- og samgöngumálaráðherra, að
starfssvið verðlagsnefndar skipaðrar 21. sept. þ. á.
fyrir Rvík, skyldi framvegis ná yfir alt landið.
— 21. Sigurjóni Markússyni sýslumanni í Suður-
Múlasýslu veitt lausn frá 31. s. m. að telja, án
eftirlauna.
Árið 1919, 80/12 var sira Hálfdán Guðjónsson
prestur í Reynistaðarprestakalli skipaður prófast-
ur í Skagafjarðarprófastsdæmi frá */i 1920 að telja.
e. Prestvígslur.
Júní 27. Vígðir í Rvík: Gunnar Benediktsson, settur
prestur í Grundarpingum; Sigurður Lárusson,
skipaður prestur í Helgafellsprestakalli (Stykkis-
hólmi) og Stanley Guðmundsson, settur prestur
að Barði í Fjótum.
f. Sendihcrrar og ræðismenn.
Jan. 8. Var Henry Eugen Bay viðurkendur norskur
aðalræðismaður á íslandi, með bústað i Rvik.
Mai. Sigfús Magnússon Blöndahl stórkaupmaður sett-
ur pýzkur ræðismaður í Rvík, í fjærveru D. Thom-
sens.
Júlí 27. Var André Carlos Joseph Courmont viður-
kendur franskur vararæðismaður á íslandi, með
aðsetri í Rvík.
Ágúst 16. Samþykti konungur skipun íslenzks erind-
reka í Danmörku með stöðu sem sendiherra og
ráðherra með umboði, og að skipa i pá stöðu
Svein Björnsson hæstaréttarmálaflutningsmann.
Sveinn tók við embættinu um haustið.
(46)