Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 88
Muninn, á leið til Rvikur frá útlöndum, var ung-
lingspiltur úr Rvík.
Febr. 16. Brann pósthúsið og símastöðin í Stykkis-
hólmi.
í p. m. sigldi fyrir sunnan land pýzkur botn-
vörpungur á fiskikútterinn Portland, sem Færey-
ingar höfðu keypt í Rvík og ætluðu að sigla heim
til sín. Botnvörpungurinn bjargaði skipshöfninni
og flutti hana til Færeyja. — Fórst vélbátur, Már,
frá Vestmannaeyjum, með 5 manns. Formaður
Bernódus Sigurðsson. — Seint í p. m. fórst fyrir
sunnan land fiskikútterinn Valtýr frá Rvík, með
allri áhöfn 29 mönnum. Skipstjóri var Pétur Mikael
Sigurðsson (f. 29/9 1876), stýrimaður Vilhjálmur
Gíslason, 48 ára. Peir voru báðir úr Rvík, en aðrir
skipverjar flestir af Vesturlandi.
Marz 2. Druknaði í Hvítá í Borgarfirði Jón Pálsson
Blöndal héraðslæknir í Stafholtsey (f. 20/n 1873).
Hann var riðandi og hesturinn fórst einnig. —
S. d. fórst bátur frá Vestmannaeyjum, Ceres, með
4 mönnum. Bátnum hafði hvolft skyndilega skamt
fyrir austan Bjarnarey.
— 29. Fórst bátur frá Rvík með tveimur mönnum:
Bjarna Guðbjarnasyni (f. V11 1873) og Guðbjarna
Bjarnasyni. Peir voru á leið suður í Voga. — S. d.
druknaði háseti af botnvörpungnum Jóni forseta.
Apríl 5. Grandaði snjóflóð tveimur mönnum í Vopna-
firði, báðum frá Hvammsgcrði.
— 6. Druknuðu tveir menn af báti í lendingu á Eyrar-
bakka. Priðji maðurinn sem á bátnum var bjarg-
aðist á sundi.
— 20. Féll Otti Guðmundsson skipasmiður í Rvík (f.
“/1 1860) niður af palli í bátasmíðastöð sinni og
beið bana af 2 stundum síðar.
— 21. Hvolfdi fiskibáti við lendinguna í Vík í Mýrdal
og druknuðu af bátnum bræður tveir ungir,
líári og Sæmundur Jakobssynir.
(54)